Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2017 20:54 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru formlegar stjórnarmyndunarviðræður Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddar en einnig óformlegar þreifingar Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Spurður um þær formlegu viðræður sem hófust í dag á milli Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í dag segir Kolbeinn að sér hefði fundist sú ríkisstjórn hafa legið í loftinu frá kosningum. Sér hefði þótt það hafa áhrif á ansi margt sem gerst hefði síðan þá í viðræðum á milli flokka. Birgitta segir að sér þyki athyglisvert að sjá hvernig flokkarnir þrír muni leysa úr stórum málum sem enn virðast ekki hafa borið á góma í viðræðum þeirra á milli.Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðumSpurður um þreifingar á milli Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna segist Kolbeinn hafa verið í sveitinni og því standa utan mála. Hann segir hinsvegar að um málefnaviðræður sé að ræða, verið sé að reyna að finna hvort að samstaða sé um málefni. Hann telur óvíst að þær muni skila einhverju. Hann lagði áherslu á að flokkar þurfi að vinna saman hvort sem þeir séu í ríkisstjórn eða ekki. Að sögn Birgittu hafa Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðum og ekki verið boðið til þeirra. „Það hefur komið fram að Píratar hafa ekki áhuga á að fara í stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn“ segir Birgitta sem segir það merkilegt að svo virðist vera sem viðræður Vinstri-grænna og Framsóknar séu samræður um að vera saman í stjórnarandstöðu. Henni þætti gaman að heyra um hvaða málefni flokkarnir eru að ræða.Flokkarnir verða að vinna samanKolbeinn segir að kallað sé eftir því að stjórnmálaflokkar tali saman. Mikilvægt sé að málefni séu rædd óháð því hvaðan þau koma og þess vegna séu Vinstri-græn í viðræðum við Framsókn. „Þessir flokkar þurfa sjö saman inn á þingi að vinna einhvernveginn saman, sama hverjir þeirra verða í ríkisstjórn og hverjir þeirra verða í stjórnarandstöðu.“ Birgitta bendir á að Píratar hafi ekki séð tilefni til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokkinn vegna þess að málefnagrundvöll hafi vantað. Bæði Kolbeinn og Birgitta eru þó sammála um mikilvægi þess að flokkar vinni saman og telja bæði að sú staðreynd að ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins muni einungis hafa eins manns meirihluta geti stuðlað að bættari vinnubrögðum á þinginu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna og Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar voru formlegar stjórnarmyndunarviðræður Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins ræddar en einnig óformlegar þreifingar Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins. Spurður um þær formlegu viðræður sem hófust í dag á milli Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í dag segir Kolbeinn að sér hefði fundist sú ríkisstjórn hafa legið í loftinu frá kosningum. Sér hefði þótt það hafa áhrif á ansi margt sem gerst hefði síðan þá í viðræðum á milli flokka. Birgitta segir að sér þyki athyglisvert að sjá hvernig flokkarnir þrír muni leysa úr stórum málum sem enn virðast ekki hafa borið á góma í viðræðum þeirra á milli.Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðumSpurður um þreifingar á milli Framsóknarflokksins og Vinstri-grænna segist Kolbeinn hafa verið í sveitinni og því standa utan mála. Hann segir hinsvegar að um málefnaviðræður sé að ræða, verið sé að reyna að finna hvort að samstaða sé um málefni. Hann telur óvíst að þær muni skila einhverju. Hann lagði áherslu á að flokkar þurfi að vinna saman hvort sem þeir séu í ríkisstjórn eða ekki. Að sögn Birgittu hafa Píratar ekki tekið þátt í neinum viðræðum og ekki verið boðið til þeirra. „Það hefur komið fram að Píratar hafa ekki áhuga á að fara í stjórnarsamstarf við Framsóknarflokkinn“ segir Birgitta sem segir það merkilegt að svo virðist vera sem viðræður Vinstri-grænna og Framsóknar séu samræður um að vera saman í stjórnarandstöðu. Henni þætti gaman að heyra um hvaða málefni flokkarnir eru að ræða.Flokkarnir verða að vinna samanKolbeinn segir að kallað sé eftir því að stjórnmálaflokkar tali saman. Mikilvægt sé að málefni séu rædd óháð því hvaðan þau koma og þess vegna séu Vinstri-græn í viðræðum við Framsókn. „Þessir flokkar þurfa sjö saman inn á þingi að vinna einhvernveginn saman, sama hverjir þeirra verða í ríkisstjórn og hverjir þeirra verða í stjórnarandstöðu.“ Birgitta bendir á að Píratar hafi ekki séð tilefni til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokkinn vegna þess að málefnagrundvöll hafi vantað. Bæði Kolbeinn og Birgitta eru þó sammála um mikilvægi þess að flokkar vinni saman og telja bæði að sú staðreynd að ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins muni einungis hafa eins manns meirihluta geti stuðlað að bættari vinnubrögðum á þinginu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira