Innlent

Hringrás lokað á Reyðarfirði

Sveinn Arnarsson skrifar
Hringrás þarf að ráða starfsmann
Hringrás þarf að ráða starfsmann Fréttablaðið/GVA
Umhverfisstofnun hefur lokað starfsstöð Hringrásar á Reyðarfirði og mun ekki leyfa að hún verði opnuð aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar.

Þar sem enginn starfsmaður sem sinnti meðhöndlun og móttöku spilliefna var á starfstöðinni við skoðun þann 21. desember síðastliðinn lokaði stofnunin starfseminni.

Starfsstöð Hringrásar í Reykjavík var einnig lokað í upphafi desembermánaðar af heilbrigðiseftirliti borgarinnar þar sem fyrirtækið var sagt brjóta gegn starfsleyfi og geyma of mikið af efni á vinnusvæði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×