Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:55 Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjararáð Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjararáð Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira