Fótbolti

Albert og Aron í undanúrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Albert Guðmundsson fagnar marki með 23 ára liði PSV.
Albert Guðmundsson fagnar marki með 23 ára liði PSV. Vísir/Getty
Albert Guðmundsson lék síðustu tuttugu mínúturnar fyrir lið PSV sem sigraði Venlo örugglega í átta liða úrslitum KNVB bikarkeppninnar í Hollandi.

Albert byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á 69. mínútu, þremur mínútum eftir að Marco van Ginkel hafði komið PSV yfir í leiknum, 2-1.

Áður höfðu gestirnir í Venlo komist yfir með marki frá Moreno Rutten seint í fyrri hálfleik, en Luuk de Jong jafnaði fyrir heimamenn fyrir leikhlé.

PSV bætti svo við tveimur mörkum til viðbótar fyrir leikskok og unnu því öruggan 4-1 sigur.

Aron Jóhannsson spilaði síðustu mínútur viðureignar Werder Bremen og Freiburg í 8-liða úrslitum DFB Pokal bikarkeppninnar í Þýskalandi.

Bremen náði tveggja marka forystu snemma í leiknum en Freiburg náði að svara fyrir sig fyrir leikhlé.

Phillip Bargfrede fór langt með að gulltryggja sigur Bremen með marki á 69. mínútu. Freiburg gafst þó ekki upp og Yoric Ravet minnkaði muninn í 3-2 á 86. mínútu. Þar við sat og fór Bremen áfram í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×