Körfubolti

Kanínurnar komnar í sumarfrí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel skoraði níu stig í kveðjuleiknum.
Axel skoraði níu stig í kveðjuleiknum. vísir/stefán
Íslendingaliðið Svendborg Rabbits er komið í sumarfrí eftir tap fyrir Bakken Bears, 93-85, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í körfubolta. Bakken vann einvígið 3-0.

Arnar Guðjónsson er þjálfari Svendborg sem sló Team FOG Næstved úr leik í 8-liða úrslitunum.

Axel Kárason lék sinn síðasta leik fyrir Svendborg í kvöld en hann ætlar að leika með Tindastóli á næsta tímabili.

Axel var að venju í byrjunarliði Svendborg. Skagfirðingurinn skoraði níu stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í kveðjuleiknum.

Stefan Bonneau, sem kom til Svendborg frá Njarðvík undir lok síðasta árs, var stigahæstur á vellinum með 28 stig.


Tengdar fréttir

Kanínurnar hans Arnars lentar undir

Svendborg Rabbits tapaði fyrsta leiknum fyrir Bakken Bears, 95-79, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í körfubolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×