Himneskur fögnuður og jóladýrð í Höllinni 18. desember 2017 13:00 Frá vinstri: Hulda Rós Hákonardóttir með útstillingahönnuðunum Kristjönu Jennýju Ingvarsdóttur og Önnu Lilju Magnúsdóttur. MYND/ANTON BRINK Það er ævintýralegur draumur að koma inn í jóladýrð Húsgagnahallarinnar. Þar er dekrað við viðskiptavini innan um eftirsóttan húsbúnað og glæsilegar gjafavörur frá heimsþekktum hönnuðum, og verðin eru við allra hæfi. „Það er yndisleg upplifun að koma í Höllina; hér er hlýlegur og heimilislegur andi, starfsfólkið er kappsamt og kátt við störf sín og tekur viðskiptavinum með bros á vör,“ segir Hulda Rós Hákonardóttir, kaupmaður í Húsgagnahöllinni, sem er rótgróin húsgagna- og lífsstílsverslun sem stofnuð var 1965.Húsgagnahöllin líkist ævinýralandi á aðventunni og allt er svo fallegt og lokkandi að af ber. Þar fást eigulegar jólagjafir sem gleðja.MYND/ANTON BRINK„Aðalsmerki Húsgagnahallarinnar í árdaga voru La-z-boy hægindastólarnir og þeir njóta enn mikilla vinsælda enda vart hægt að setjast í þægilegri stól,“ segir Hulda í gullfallegri Höllinni þar sem nostrað er við hvern hlut í hverju horni, og útstillingar eru stór hluti af upplifuninni. „Við leggjum mikið upp úr útliti verslunarinnar og hér starfa útstillingahönnuðirnir Kristjana og Anna Lilja sem sjá til þess að búðin sé alltaf upp á sitt besta, fersk og lifandi. Starfsfólkið býr allt yfir mikilli þekkingu og er áhugasamt um að gera sitt allra besta til að veita góða og persónulega þjónustu.”Dásamlegir dýrgripir og falleg hönnun eru aðalsmerki Húsgagnahallarinnar, en líka góð verð og frábær þjónusta.MYND/ANTON BRINKJólagjafir sem falla í kramiðÞað er veisla fyrir augað að koma í Höllina og þar finna allir sitthvað fallegt og freistandi sem gleður bæði heima við og í jólapakkann. Verslunin er 4.000 fermetrar og ríkulegt vöruúrvalið eftir því. „Húsgagnahöllin mætir þörfum allra. Við leggjum alúð við gæðavörur á góðu verði og fylgjumst vel með straumum og stefnum. Hér fást klassísk húsgögn í bland við nýtískuleg, og húsbúnaður og gjafavara sem heillar allan aldur. Höllin er þannig hugsuð fyrir öll heimili í landinu og vöruúrval og verðbil mætir þörfum flestra,“ segir Hulda.Dialma Brown er nýtt ítalskt merki í Húsgagnahöllinni.MYND/ANTON BRINKÍ Húsgagnahöllinni fæst glæsilegt úrval sígildrar hönnunarvöru og heimsþekkt vörumerki, þeirra á meðal Ralph Lauren, iittala, Kaj Bojesen, Björn Winblad, Eva Solo, Alessi og Holmegaard. „Vinsælustu merkin í gjafavöru eru iittala og Broste Copenhagen og víst að allir verða glaðir að fá svolítið iittala í jólapakkann. Einnig eru í dálæti litlu, dönsku lukkutröllin frá By Sommer og fallegu fílarnir frá Rikkitikki sem hafa fallega sögu að segja og eru framleiddir í takmörkuðu upplagi,“ segir Hulda um vinsæla hluti til jólagjafa.Yndisleg aðventuljós og konfektkrúsir sem gera jólin að draumi.MYND/ANTON BRINK„Úrval matarstella til söfnunar er líka gott og eftirsóttustu merkin í borðbúnaði frá Alessi, Broste Copenhagen, Rosendahl, Rosenthal og Aida Raw sem var að koma með nýtt og æðislegt matarstell. Ítölsku glervörumerkin Vidivi og IVV hafa einnig slegið í gegn með sérlega fallegum, handgerðum glösum og skálum og eru mjög vinsæl til söfnunar.“Glæsilegar grískar rósettur með myndum og mynstri.MYND/ANTON BRINKFalleg heimili ÍslendingaÍ Höllinni er Hulda nýbúin að taka upp grískar rósettur sem sóma sér glæsilega á veggjum, og íðilfagrar styttur af grísku gyðjunum Venus og Hygeu. „Aðrar nýjungar í Höllinni eru ítalska hönnunarmerkið Dialma Brown sem fengið hefur rosalega góðar viðtökur og reyndar svo góðan hljómgrunn meðal okkar viðskiptavina að við erum orðin einn af stærstu endursöluaðilum í Evrópu á því vörumerki. Þá tókum við nýlega inn danska gjafavöru- og húsbúnaðarmerkið Nordal, sem er hrikalega flott og fellur einkar vel í kramið hjá íslenskum fagurkerum,“ segir Hulda.Margir safna matarstellum og víst að úrval þeirra er glæsilegt í Höllinni, sem og dýrindis hnífapör.MYND/ANTON BRINKHún segir Íslendinga meðvitaða um að halda falleg heimili og eiga fagran húsbúnað. „Íslendingar fylgjast vel með tískustraumum og því sem er móðins hverju sinni. Því eru kröfur til innkaupateymis okkar miklar og nauðsynlegt að vera á tánum þegar kemur að nýjungum fyrir nærumhverfi okkar. Innanhússtískan er einkar smart, blanda af óhefluðum sveitastíl og naumhyggju sem gera híbýlin svo hlýleg en á sama tíma stílhrein og klassísk.“ Húsgagnahöllin er á Bíldshöfða 20. Sími 558 1100. Sjá husgagnahollin.is. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Það er ævintýralegur draumur að koma inn í jóladýrð Húsgagnahallarinnar. Þar er dekrað við viðskiptavini innan um eftirsóttan húsbúnað og glæsilegar gjafavörur frá heimsþekktum hönnuðum, og verðin eru við allra hæfi. „Það er yndisleg upplifun að koma í Höllina; hér er hlýlegur og heimilislegur andi, starfsfólkið er kappsamt og kátt við störf sín og tekur viðskiptavinum með bros á vör,“ segir Hulda Rós Hákonardóttir, kaupmaður í Húsgagnahöllinni, sem er rótgróin húsgagna- og lífsstílsverslun sem stofnuð var 1965.Húsgagnahöllin líkist ævinýralandi á aðventunni og allt er svo fallegt og lokkandi að af ber. Þar fást eigulegar jólagjafir sem gleðja.MYND/ANTON BRINK„Aðalsmerki Húsgagnahallarinnar í árdaga voru La-z-boy hægindastólarnir og þeir njóta enn mikilla vinsælda enda vart hægt að setjast í þægilegri stól,“ segir Hulda í gullfallegri Höllinni þar sem nostrað er við hvern hlut í hverju horni, og útstillingar eru stór hluti af upplifuninni. „Við leggjum mikið upp úr útliti verslunarinnar og hér starfa útstillingahönnuðirnir Kristjana og Anna Lilja sem sjá til þess að búðin sé alltaf upp á sitt besta, fersk og lifandi. Starfsfólkið býr allt yfir mikilli þekkingu og er áhugasamt um að gera sitt allra besta til að veita góða og persónulega þjónustu.”Dásamlegir dýrgripir og falleg hönnun eru aðalsmerki Húsgagnahallarinnar, en líka góð verð og frábær þjónusta.MYND/ANTON BRINKJólagjafir sem falla í kramiðÞað er veisla fyrir augað að koma í Höllina og þar finna allir sitthvað fallegt og freistandi sem gleður bæði heima við og í jólapakkann. Verslunin er 4.000 fermetrar og ríkulegt vöruúrvalið eftir því. „Húsgagnahöllin mætir þörfum allra. Við leggjum alúð við gæðavörur á góðu verði og fylgjumst vel með straumum og stefnum. Hér fást klassísk húsgögn í bland við nýtískuleg, og húsbúnaður og gjafavara sem heillar allan aldur. Höllin er þannig hugsuð fyrir öll heimili í landinu og vöruúrval og verðbil mætir þörfum flestra,“ segir Hulda.Dialma Brown er nýtt ítalskt merki í Húsgagnahöllinni.MYND/ANTON BRINKÍ Húsgagnahöllinni fæst glæsilegt úrval sígildrar hönnunarvöru og heimsþekkt vörumerki, þeirra á meðal Ralph Lauren, iittala, Kaj Bojesen, Björn Winblad, Eva Solo, Alessi og Holmegaard. „Vinsælustu merkin í gjafavöru eru iittala og Broste Copenhagen og víst að allir verða glaðir að fá svolítið iittala í jólapakkann. Einnig eru í dálæti litlu, dönsku lukkutröllin frá By Sommer og fallegu fílarnir frá Rikkitikki sem hafa fallega sögu að segja og eru framleiddir í takmörkuðu upplagi,“ segir Hulda um vinsæla hluti til jólagjafa.Yndisleg aðventuljós og konfektkrúsir sem gera jólin að draumi.MYND/ANTON BRINK„Úrval matarstella til söfnunar er líka gott og eftirsóttustu merkin í borðbúnaði frá Alessi, Broste Copenhagen, Rosendahl, Rosenthal og Aida Raw sem var að koma með nýtt og æðislegt matarstell. Ítölsku glervörumerkin Vidivi og IVV hafa einnig slegið í gegn með sérlega fallegum, handgerðum glösum og skálum og eru mjög vinsæl til söfnunar.“Glæsilegar grískar rósettur með myndum og mynstri.MYND/ANTON BRINKFalleg heimili ÍslendingaÍ Höllinni er Hulda nýbúin að taka upp grískar rósettur sem sóma sér glæsilega á veggjum, og íðilfagrar styttur af grísku gyðjunum Venus og Hygeu. „Aðrar nýjungar í Höllinni eru ítalska hönnunarmerkið Dialma Brown sem fengið hefur rosalega góðar viðtökur og reyndar svo góðan hljómgrunn meðal okkar viðskiptavina að við erum orðin einn af stærstu endursöluaðilum í Evrópu á því vörumerki. Þá tókum við nýlega inn danska gjafavöru- og húsbúnaðarmerkið Nordal, sem er hrikalega flott og fellur einkar vel í kramið hjá íslenskum fagurkerum,“ segir Hulda.Margir safna matarstellum og víst að úrval þeirra er glæsilegt í Höllinni, sem og dýrindis hnífapör.MYND/ANTON BRINKHún segir Íslendinga meðvitaða um að halda falleg heimili og eiga fagran húsbúnað. „Íslendingar fylgjast vel með tískustraumum og því sem er móðins hverju sinni. Því eru kröfur til innkaupateymis okkar miklar og nauðsynlegt að vera á tánum þegar kemur að nýjungum fyrir nærumhverfi okkar. Innanhússtískan er einkar smart, blanda af óhefluðum sveitastíl og naumhyggju sem gera híbýlin svo hlýleg en á sama tíma stílhrein og klassísk.“ Húsgagnahöllin er á Bíldshöfða 20. Sími 558 1100. Sjá husgagnahollin.is.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira