Hægt að prenta beikon og borða það svo Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. september 2017 19:00 Nýjum matarprentara sem er kominn á markað er ætlað að draga úr matarsóun en því er spáð að eftir nokkur ár eigi hann eftir að verða staðalbúnaður á heimilum. Íslendingum gefst kostur á að kynna sér þessa tækni í næstu viku á stórri ráðstefnu í Hörpu. Það var heldur óvenjulegt að koma í tilraunaeldhús Matís í hádeginu í dag í þeim tilgangi að skoða prentara sem prentar mat. Sérfræðingur Matís var í óða önn að gera matarhylkin klár svo hægt væri að prenta. „Matarprentarinn er framtíðin í eldhúsinu og getur verið örbylgjuofn ef þú vilt. Hann hjálpar til að sporna gegn matarsóun og hjálpar til við að nýta matarafuriðir betur og á eftir að fá fólk til þess að neyta sjávarafurða,“ segir Holly Kristinsson, sérfræðingur hjá Matís. Hugmyndin með prentaranum er að draga úr matarsóun en allt að 40-50% af þeim mat sem keyptur er til heimilisins er sóað. „Við reynum að fylgjast með öllum umbyltingum sem eiga sér stað í heiminum tengt matvælum og matvælaprentun er ein af þessum stóru umbyltingum sem að munu eiga sér stað næstu árin, þannig að við viljum ekki bara fylgjast með því sem er að gerast heldur taka þátt í þróuninni,“ segir Hörður Kristinsson, rannsóknar- og nýsköpunarstjóri hjá Matís. Nú þegar eru nokkur veitingahús úti í heimi komin með svona prentara en Hörður segir þróunina hraða og innan fárra ára verður þetta staðalbúnaður heimila. Hörður segir að heimiliseldhúsið eigi eftir að gjörbreytast í framtíðinni. „Þú átt eftir að vera með pönnu sem stjórnar því algjörlega hvernig þú eldar matinn. Þú verður með ísskáp sem verður tengdur við þig, þannig að hann getur sagt þér þegar þú ert úti í búð hvað þú átt að kaupa í matinn. Þú verður með gafla sem að hjálpa þér að borða rétt, borða hægt þannig að þú borðar minna,“ segir Hörður. Matarprentarinn verður hluti af World Seafood ráðstefnu sem haldin verður í Hörpu dagana 10.-13. september. En síðasta daginn verða ræddar umbyltingar og þrónu matar og matvæla í framtíðinni.Hvernig mat er hægt að prenta? „Allt! Möguleikarnir eru óendanlegir,“ segir HollyHamborgara? „Já,“ segir Holly.Beikon? „Ja, já það fer eftir því hvernig þú vilt beikonið,“ segir Holly. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Nýjum matarprentara sem er kominn á markað er ætlað að draga úr matarsóun en því er spáð að eftir nokkur ár eigi hann eftir að verða staðalbúnaður á heimilum. Íslendingum gefst kostur á að kynna sér þessa tækni í næstu viku á stórri ráðstefnu í Hörpu. Það var heldur óvenjulegt að koma í tilraunaeldhús Matís í hádeginu í dag í þeim tilgangi að skoða prentara sem prentar mat. Sérfræðingur Matís var í óða önn að gera matarhylkin klár svo hægt væri að prenta. „Matarprentarinn er framtíðin í eldhúsinu og getur verið örbylgjuofn ef þú vilt. Hann hjálpar til að sporna gegn matarsóun og hjálpar til við að nýta matarafuriðir betur og á eftir að fá fólk til þess að neyta sjávarafurða,“ segir Holly Kristinsson, sérfræðingur hjá Matís. Hugmyndin með prentaranum er að draga úr matarsóun en allt að 40-50% af þeim mat sem keyptur er til heimilisins er sóað. „Við reynum að fylgjast með öllum umbyltingum sem eiga sér stað í heiminum tengt matvælum og matvælaprentun er ein af þessum stóru umbyltingum sem að munu eiga sér stað næstu árin, þannig að við viljum ekki bara fylgjast með því sem er að gerast heldur taka þátt í þróuninni,“ segir Hörður Kristinsson, rannsóknar- og nýsköpunarstjóri hjá Matís. Nú þegar eru nokkur veitingahús úti í heimi komin með svona prentara en Hörður segir þróunina hraða og innan fárra ára verður þetta staðalbúnaður heimila. Hörður segir að heimiliseldhúsið eigi eftir að gjörbreytast í framtíðinni. „Þú átt eftir að vera með pönnu sem stjórnar því algjörlega hvernig þú eldar matinn. Þú verður með ísskáp sem verður tengdur við þig, þannig að hann getur sagt þér þegar þú ert úti í búð hvað þú átt að kaupa í matinn. Þú verður með gafla sem að hjálpa þér að borða rétt, borða hægt þannig að þú borðar minna,“ segir Hörður. Matarprentarinn verður hluti af World Seafood ráðstefnu sem haldin verður í Hörpu dagana 10.-13. september. En síðasta daginn verða ræddar umbyltingar og þrónu matar og matvæla í framtíðinni.Hvernig mat er hægt að prenta? „Allt! Möguleikarnir eru óendanlegir,“ segir HollyHamborgara? „Já,“ segir Holly.Beikon? „Ja, já það fer eftir því hvernig þú vilt beikonið,“ segir Holly.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira