Erlent

Ætluðu sér að sprengja banka í Frakklandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Lögreglan brást snarlega við tilkynningunni.
Lögreglan brást snarlega við tilkynningunni. vísir/EPA
Tilkynning kaupmanns varð til þess að franska lögreglan uppgötvaði að hópur manna ætlaði að sprengja banka í Villejuif-úthverfi Parísarborgar. Frá þessu sagði Gérard Collomb, utanríkisráðherra Frakklands í gær.

Lögregla var kölluð út í íbúð í Villejuif á miðvikudaginn þar sem hundrað grömm af aseton-peroxíði fundust, en efnið er afar öflugt sprengiefni sem hægt er að búa til úr saltsýru, vetnisperoxíði og asetoni. Var efnið, sem jafnan er kallað TATP, til að mynda notað við sprengju­tilræði í neðanjarðarlestum í Lundúnum árið 2005.

Þrír menn voru handteknir en Collomb sagði að þremenningarnir segðust ekki tengjast hryðjuverkasamtökum. Þó bætti ráðherrann því við að þeir hefðu verið í símasambandi við fólk í Sýrlandi.

„Þeir vildu sprengja upp banka með TATP, en við sjáum það núna að þeir tengjast hryðjuverkamönnum, við verðum að skoða það,“ sagði Collomb við FranceInfo TV. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×