Fágæt námsgen Ragnheiður Hrafnkelsdóttir skrifar 23. janúar 2017 15:34 Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 19. janúar er greint frá niðurstöðum rannsóknar íslenskrar erfðagreiningar sem varðar mannkynið allt en þó sérstaklega íslensku þjóðina enda byggð á gagnagrunni 100.000 íslendinga. Hér er um að ræða uppgötvun á sérstökum menntunargenum. Þetta erfðaefni sem beinir fólki á braut menntunar veldur jafnframt ófrjósemi og því verður framlag hinna menntuðu til genasafnsins sífellt minna. Í þessu liggur háski enda teljast þessi mennntunargen vera í beinu sambandi við greindarvísitölu. Raunar virðist skv. niðurstöðum vísindamanna ÍE vera hægt að spá fyrir um greindarvísutölu þjóðarinnar í framtíðinni út frá væntanlegri fækkun á þessum nýuppgötvuðu genum með nokkuð mikilli prósentunákvæmni per áratug. Ég viðurkenni hér með að ég hef fylgst illa með þróun í nútíma erfðafræði. Ég hef t.d. gengið um með þá hugmynd að efnahagur, menningarumhverfi, væntingar og hvatning foreldra til barna sinna hafi áhrif á námsmöguleika þeirra og frammistöðu. Einnig hef ég litið á nám sem fjölþætta leið til að öðlast kunnáttu og þekkingu á ýmsum sviðum t.d. í tækni, iðn- og handverksmenntum, skapandi og túlkandi listum og margs konar vísindum og fræðum og því augljóslega erfitt að vita hvaða mælikvarða á að nota þegar talað er um hæfni til náms. Kannski eru þessi námsgen mismundandi eftir tilhneigingum til hinna ýmsu námsbrauta. Hvað veit ég? Kannski ekki von á mikilli vitsmunalegri getu eða snillingsgenum hjá mér þar sem ég kem úr sex systkina hópi! Það eru sem sé allar líkur á því skv. þessum nútíma erfðavísindum að hin síflellt fágætari menntunargen ráði úrslitum í þróun mannkyns. Ef fer sem horfir með hina erfðafræðilegu hneigð verða íslendingar (sem og aðrir jarðarbúar) sífellt heimskari. Þetta er að sjálfsögðu mikið alvörumál fyrir þróun mannlegs samfélags. Einmitt þegar stöðugt fleiri leggja fyrir sig langskólanám hér á landi í trássi við fyrrgreinda erfðafræðilega tilhneigingu. Flest verður Íslandi að ógæfu á öllum tímum. Ég hef litið svo á að hjá ÍE væri að verki vandað vísindafólk sem ynni að því að losa mannkynið undan sjúkdómum og sársauka. Í þeirri trú sendi ég inn lífsýni frá mér í genabanka ÍE á sínum tíma. Þar á bæ hefur nú verið litið til fleiri verkefna eins og hér hefur verið bent á. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Sir Francis nokkur Galton (1822-1911) kom fram með hugmyndir sínar um mannkynbætur, en rætur þeirra fræða má rekja til kenninga Darwins. Slíkar hugmyndir náðu miklum framgangi í Þýskalandi Hitlers þar sem mannkynbótafræðin tengdist hugmyndum um æðri og lægri kynstofn. Galton dró þá ályktun út frá rannsóknum sínum að að andlegir eiginleikar erfðust á sama hátt og þeir líkamlegu. Vildi hann bæta andlegt og líkamlegt ástand mannkynsins með því að velja saman á skipulagðan hátt hæfa foreldra þannig að æskilegir eiginleikar erfðust en göllum yrði útrýmt úr kynstofninum. Þó svo að Galton hafi sett þessar niðurstöður sínar í fræðilegan búning, þá þykir hann ekki hafa gætt vísindalegrar nákvæmni og honum tókst ekki að varpa neinu raunverulegu ljósi á arfgengi greindar og andlegra hæfileika. Á síðustu áratugum hefur áhugi á þætti erfða aukist mjög samfara því að þekkingu í líffræði hefur fleygt fram. Ég vona þó að sá áhugi verði ekki að nýju gönuhlaupi hjá vísindamönnum hérlendis sem annars staðar í heiminum. Með mínu framlagi í hinn íslenska genabanka treysti ég vörslumönnum hans til góðra verka en því miður er ég ekki sannfæð um tilganginn með þessum nýju rannsóknum og þeim ályktunum sem vísindamenn ÍE leitast við að draga af þeim. Ég vil minna á að ábyrgð þeirra er mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05 Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 19. janúar er greint frá niðurstöðum rannsóknar íslenskrar erfðagreiningar sem varðar mannkynið allt en þó sérstaklega íslensku þjóðina enda byggð á gagnagrunni 100.000 íslendinga. Hér er um að ræða uppgötvun á sérstökum menntunargenum. Þetta erfðaefni sem beinir fólki á braut menntunar veldur jafnframt ófrjósemi og því verður framlag hinna menntuðu til genasafnsins sífellt minna. Í þessu liggur háski enda teljast þessi mennntunargen vera í beinu sambandi við greindarvísitölu. Raunar virðist skv. niðurstöðum vísindamanna ÍE vera hægt að spá fyrir um greindarvísutölu þjóðarinnar í framtíðinni út frá væntanlegri fækkun á þessum nýuppgötvuðu genum með nokkuð mikilli prósentunákvæmni per áratug. Ég viðurkenni hér með að ég hef fylgst illa með þróun í nútíma erfðafræði. Ég hef t.d. gengið um með þá hugmynd að efnahagur, menningarumhverfi, væntingar og hvatning foreldra til barna sinna hafi áhrif á námsmöguleika þeirra og frammistöðu. Einnig hef ég litið á nám sem fjölþætta leið til að öðlast kunnáttu og þekkingu á ýmsum sviðum t.d. í tækni, iðn- og handverksmenntum, skapandi og túlkandi listum og margs konar vísindum og fræðum og því augljóslega erfitt að vita hvaða mælikvarða á að nota þegar talað er um hæfni til náms. Kannski eru þessi námsgen mismundandi eftir tilhneigingum til hinna ýmsu námsbrauta. Hvað veit ég? Kannski ekki von á mikilli vitsmunalegri getu eða snillingsgenum hjá mér þar sem ég kem úr sex systkina hópi! Það eru sem sé allar líkur á því skv. þessum nútíma erfðavísindum að hin síflellt fágætari menntunargen ráði úrslitum í þróun mannkyns. Ef fer sem horfir með hina erfðafræðilegu hneigð verða íslendingar (sem og aðrir jarðarbúar) sífellt heimskari. Þetta er að sjálfsögðu mikið alvörumál fyrir þróun mannlegs samfélags. Einmitt þegar stöðugt fleiri leggja fyrir sig langskólanám hér á landi í trássi við fyrrgreinda erfðafræðilega tilhneigingu. Flest verður Íslandi að ógæfu á öllum tímum. Ég hef litið svo á að hjá ÍE væri að verki vandað vísindafólk sem ynni að því að losa mannkynið undan sjúkdómum og sársauka. Í þeirri trú sendi ég inn lífsýni frá mér í genabanka ÍE á sínum tíma. Þar á bæ hefur nú verið litið til fleiri verkefna eins og hér hefur verið bent á. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Sir Francis nokkur Galton (1822-1911) kom fram með hugmyndir sínar um mannkynbætur, en rætur þeirra fræða má rekja til kenninga Darwins. Slíkar hugmyndir náðu miklum framgangi í Þýskalandi Hitlers þar sem mannkynbótafræðin tengdist hugmyndum um æðri og lægri kynstofn. Galton dró þá ályktun út frá rannsóknum sínum að að andlegir eiginleikar erfðust á sama hátt og þeir líkamlegu. Vildi hann bæta andlegt og líkamlegt ástand mannkynsins með því að velja saman á skipulagðan hátt hæfa foreldra þannig að æskilegir eiginleikar erfðust en göllum yrði útrýmt úr kynstofninum. Þó svo að Galton hafi sett þessar niðurstöður sínar í fræðilegan búning, þá þykir hann ekki hafa gætt vísindalegrar nákvæmni og honum tókst ekki að varpa neinu raunverulegu ljósi á arfgengi greindar og andlegra hæfileika. Á síðustu áratugum hefur áhugi á þætti erfða aukist mjög samfara því að þekkingu í líffræði hefur fleygt fram. Ég vona þó að sá áhugi verði ekki að nýju gönuhlaupi hjá vísindamönnum hérlendis sem annars staðar í heiminum. Með mínu framlagi í hinn íslenska genabanka treysti ég vörslumönnum hans til góðra verka en því miður er ég ekki sannfæð um tilganginn með þessum nýju rannsóknum og þeim ályktunum sem vísindamenn ÍE leitast við að draga af þeim. Ég vil minna á að ábyrgð þeirra er mikil.
Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. 20. janúar 2017 18:05
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar