Afar slæmt veður á K2 hjá John Snorra og félögum: „Við komumst ekkert út úr tjöldunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 12:16 John Snorri er nú fastur í búðum 3 á K2 en stefnir engu að síður enn ótrauður á toppinn. líf styrktarfélag John Snorri Sigurjónsson, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, er eins og stendur fastur í búðum þrjú á fjallinu vegna afar slæms veðurs. Svo slæmt veður er nú á fjallinu að ekki er hægt að fara út úr tjöldunum í búðunum. Hópurinn sem hann gengur með er nú eini hópurinn sem er eftir í fjallinu af þeim sem ætluðu að reyna við toppinn síðar í vikunni og þá hafa tveir í hóp John Snorra einnig hætt við. „Mér líður ágætlega en vandamálið er að það er svo vont veður að við komumst ekki hærra sem stendur í fjallinu. Veðurglugginn er þannig að við ætluðum að reyna að toppa 27. júlí og ástandið er þannig að ef við komumst ekki upp í búðir fjögur á morgun þá gæti þetta orðið ansi erfitt,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu frá búðum þrjú á K2. Það ræðst því í raun á næsta sólarhring hvort að hópurinn komist á toppinn. „Tveir í hópnum hjá mér eru hættir við; einn fékk háfjallaveiki og er farinn niður og annar komst ekki lengra. Aðrir hópar í fjallinu eru allir hættir við erum fimm hérna eftir sem ætlum ennþá að reyna við toppinn og erum mjög spennt að reyna að klára verkefnið.“En veðrið er sem sagt mjög slæmt? „Já, það er mjög slæmt veður og við komumst ekkert út úr tjöldunum. Eina sem við getum gert er að fara út úr tjöldunum til að laga þau. Það fer nú samt ekki illa um okkur hérna,“ segir John Snorri. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hann nái topp K2 á fimmtudag eins og hann stefnir að segir hann: „Ef þetta tekst þá verður þetta mikil pressa af því við getum þá ekki lagt af stað fyrr en á morgun upp í búðir fjögur. Það verður þá mikill hraði á okkur og mikil vaka og mun reyna mikið á alla. Tengdar fréttir John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum. 24. júlí 2017 12:19 John Snorri lagður af stað upp á topp K2 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að komast á tindinn á miðvikudag og vera þar með fyrsti Íslendingurinn til að komast þangað. 23. júlí 2017 08:47 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, er eins og stendur fastur í búðum þrjú á fjallinu vegna afar slæms veðurs. Svo slæmt veður er nú á fjallinu að ekki er hægt að fara út úr tjöldunum í búðunum. Hópurinn sem hann gengur með er nú eini hópurinn sem er eftir í fjallinu af þeim sem ætluðu að reyna við toppinn síðar í vikunni og þá hafa tveir í hóp John Snorra einnig hætt við. „Mér líður ágætlega en vandamálið er að það er svo vont veður að við komumst ekki hærra sem stendur í fjallinu. Veðurglugginn er þannig að við ætluðum að reyna að toppa 27. júlí og ástandið er þannig að ef við komumst ekki upp í búðir fjögur á morgun þá gæti þetta orðið ansi erfitt,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu frá búðum þrjú á K2. Það ræðst því í raun á næsta sólarhring hvort að hópurinn komist á toppinn. „Tveir í hópnum hjá mér eru hættir við; einn fékk háfjallaveiki og er farinn niður og annar komst ekki lengra. Aðrir hópar í fjallinu eru allir hættir við erum fimm hérna eftir sem ætlum ennþá að reyna við toppinn og erum mjög spennt að reyna að klára verkefnið.“En veðrið er sem sagt mjög slæmt? „Já, það er mjög slæmt veður og við komumst ekkert út úr tjöldunum. Eina sem við getum gert er að fara út úr tjöldunum til að laga þau. Það fer nú samt ekki illa um okkur hérna,“ segir John Snorri. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hann nái topp K2 á fimmtudag eins og hann stefnir að segir hann: „Ef þetta tekst þá verður þetta mikil pressa af því við getum þá ekki lagt af stað fyrr en á morgun upp í búðir fjögur. Það verður þá mikill hraði á okkur og mikil vaka og mun reyna mikið á alla.
Tengdar fréttir John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum. 24. júlí 2017 12:19 John Snorri lagður af stað upp á topp K2 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að komast á tindinn á miðvikudag og vera þar með fyrsti Íslendingurinn til að komast þangað. 23. júlí 2017 08:47 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum. 24. júlí 2017 12:19
John Snorri lagður af stað upp á topp K2 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að komast á tindinn á miðvikudag og vera þar með fyrsti Íslendingurinn til að komast þangað. 23. júlí 2017 08:47