Enski boltinn

Newcastle fær flökkukind

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Florian Lejeune í búningi Newcastle.
Florian Lejeune í búningi Newcastle. vísir/getty
Nýliðar Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni hafa fest kaup á franska varnarmanninum Florian Lejeune frá Eibar.

Hinn 26 ára gamli Lejeune hefur farið víða á ferlinum en Newcastle er níunda félagið sem hann spilar með. Hann var eitt tímabil á mála hjá Manchester City en náði ekki að spila leik með liðinu.

Talið er að Newcastle hafi borgað 8,7 milljónir punda fyrir Lejeune sem skrifaði undir fimm ára samning við félagið.

Lejeune er annar leikmaðurinn sem Newcastle kaupir í sumar. Áður var félagið búið að kaupa Christian Atsu frá Chelsea. Ganamaðurinn lék sem lánsmaður með Newcastle í fyrra og félagið ákvað svo að kaupa hann eftir tímabilið.

Fyrsti leikur Newcastle í ensku úrvalsdeildinni er gegn Tottenham 12. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×