Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag.
Vísir mun fylgjast með gestaganginum í allan dag; allt frá því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir klukkan 10 og þangað til að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur lokað á eftir sér rétt fyrir klukkan 18.
Hér að neðan má fylgjast með framvindu dagsins.
Bein útsending: Formenn fara á fund forseta
