Innlent

Fjármagnstekjuskattur hækkaður upp í 22 prósent

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn flokkanna þriggja sem eru nú í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn flokkanna þriggja sem eru nú í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. vísir/ernir
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum fréttastofu 365. 

Fyrr í dag greindi Kjarninn frá því að kveðið væri á um hækkun fjármagnstekjuskatts í stjórnarsáttmála flokkanna þriggja. Þingflokkar flokkanna þriggja fengu kynningu á innihalda sáttmálans í gær og þá verður hann lagður fyrir flokksstofnanir flokkanna á morgun. 

Í frétt Kjarnans kom fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof lengt, komu og brottfarargjöld verði lögð á og að gistináttagjald renni óskert til sveitarfélaga. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið tjá sig um innihald stjórnarsáttmálans þegar Vísir bar undir hann frétt Kjarnans fyrr í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×