Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 12:09 Þegar kalt og þurrt er í veðri er líklegra að svifryk myndi mengunarský yfir borginni frekar en að dreifast. Myndin er úr safni. Vísir/GVA Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sendi stjórnendum grunn- og leikskóla auk dagforeldra viðvörun í morgun vegna áframhaldandi loftmengunar í borginni. Styrkur mengunaragna var hár í borginni í gær og er sama ástandi spáð í svölu, þurru og stilltu veðri í dag. Fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn voru vöruð við því að vera á ferð nærri miklum umferðargötum vegna lélegra loftgæða í gær. Þá var styrkur grófs svifryks (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs sagður hár og líklega yfir heilsuverndarmörkum. Veðuraðstæður eru sagðar hafa stuðlað að því að loftmengunin safnaðist saman yfir borginni í gær. Þegar kalt og stillt veður er ríkjandi eru minni líkur á að loftmengun dreifist. Því geta sjáanleg mengunarský myndast yfir borgum við slíkar aðstæður. Það er vel þekkt frá erlendum borgum eins og Delí á Indlandi þar sem gríðarleg loftmengun hefur mælst í byrjun vetrar. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar, segir að sömu veðuraðstæður séu ríkjandi í dag. Tilkynning með sambærilegri viðvörun og send var út í gær hafi því verið send á skólana í morgun. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Reykjavíkurborgar. Þar má jafnframt sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26. Auk þess rekur Umhverfisstofnun loftgæðamæli við Grensásveg. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sendi stjórnendum grunn- og leikskóla auk dagforeldra viðvörun í morgun vegna áframhaldandi loftmengunar í borginni. Styrkur mengunaragna var hár í borginni í gær og er sama ástandi spáð í svölu, þurru og stilltu veðri í dag. Fólk með öndunarfærasjúkdóma og börn voru vöruð við því að vera á ferð nærri miklum umferðargötum vegna lélegra loftgæða í gær. Þá var styrkur grófs svifryks (PM10) og köfnunarefnisdíoxíðs sagður hár og líklega yfir heilsuverndarmörkum. Veðuraðstæður eru sagðar hafa stuðlað að því að loftmengunin safnaðist saman yfir borginni í gær. Þegar kalt og stillt veður er ríkjandi eru minni líkur á að loftmengun dreifist. Því geta sjáanleg mengunarský myndast yfir borgum við slíkar aðstæður. Það er vel þekkt frá erlendum borgum eins og Delí á Indlandi þar sem gríðarleg loftmengun hefur mælst í byrjun vetrar. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar, segir að sömu veðuraðstæður séu ríkjandi í dag. Tilkynning með sambærilegri viðvörun og send var út í gær hafi því verið send á skólana í morgun. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á vef Reykjavíkurborgar. Þar má jafnframt sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu og við Hringbraut 26. Auk þess rekur Umhverfisstofnun loftgæðamæli við Grensásveg.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira