Innlent

Bjargað úr sjálfheldu í Krossöxl

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Krossöxl er fjall við Ljósavatn á Norðurlandi.
Krossöxl er fjall við Ljósavatn á Norðurlandi. loftmyndir.is
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi voru kallaðar út um klukkan fimm síðdegis í dag vegna manns sem var í sjálfheldu í Krossöxl ofan Ljósavatns.

Fjallið er mjög bratt, kjarri vaxið og erfitt yfirferðar, ekki hvað síst í myrki en manninum tókst að gefa björgunarsveitamönnum ljósmerki sem auðveldaði leitina að honum mikið.

Maðurinn hafði lagt á fjallið frá áningastað við Ljósavatn en hann var ekki búinn til fjallgöngu og var orðið kalt þegar fjallabjörgunarmenn komu að honum í rúmlega 500 metra hæð. Hann var óslasaður að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×