Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ritstjórn skrifar
Börn sem vistuð voru á Kópavogshæli á starfsárum þess, sættu líkamlegu og andlegu ofbeldi í vistinni í verulegum mæli. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá verður greint frá því að upptökur sýna manninn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, þrífa rauða Kia Rio bílinn á bryggjunni við Polar Nanoq og litið til Skotlands, þar sem meirihluti þingsins greiddi í dag atkvæði gegn því að Bretland virkjaði fimmtugustu grein Lissabon-sáttmálans og gengi úr Evrópusambandinu.

Loks sláumst við í för með þúsund grunnskólanemum sem fylgdust í dag með nýrri sýningu Ara Eldjárns og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×