Jói Berg: Strákarnir orðnir þreyttir á að gera grín að markaleysinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 22:06 „Þetta var örugglega einn sá stærsti sigur í sögu íslensks fótbolta að fara á svona sterkan útivöll, auðvitað gerðum við magnaða hluti á EM, að vinna England var mjög stórt, og þetta er líklega nálægt því,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eitt af mörkunum þremur í sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta kemur okkur í þessa frábæru stöðu sem við vildum vera í, að hafa þetta í okkar höndum, og þannig viljum við hafa það,“ sagði Jóhann Berg en með sigrinum er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils eftir að Króatar gerðu jafntefli við Finna á heimavelli sínum í kvöld. Hann sagði það hafa verið mikilvægt að ná inn marki snemma, þegar hann var spurður út í mark sitt í kvöld. „Það hjálpaði okkur því þá þurftu þeir að sækja og fara framar á völlinn. Þá fengum við enn fleiri færi. Að vinna Tyrki þrjú núll er ansi magnað og sýnir hversu ótrúlegir við erum.“ Mark Jóhanns Bergs var fyrsta mótsmark hans með landsliðinu í um fjögur ár og var hann spurður hvort félagar hans hefðu verið farnir að gera grín að markaþurrðinni svaraði hann því játandi en að þeir hefðu gefist upp á því með tímanum enda nánast búnir upp vonina um mark frá honum með landsliðinu í mótsleik. „En ég reyni að hjálpa liðinu í öllu því sem ég geri, hvort sem með að leggja upp mörk eða vinna varnarvinnu sem ég hef þurft að gera líka á tímabili. En það er ekkert betra en að skora mark og sérstaklega í svona stórum og mikilvægum leik.“ Hann sagði skipulagið hafa heppnast nánast upp á tíu, liðið hefði geta haldið boltanum betur á köflum. „Kósóvó er næst og það er en stærri leikur. Ef við vinnum þá erum við komnir á HM.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
„Þetta var örugglega einn sá stærsti sigur í sögu íslensks fótbolta að fara á svona sterkan útivöll, auðvitað gerðum við magnaða hluti á EM, að vinna England var mjög stórt, og þetta er líklega nálægt því,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eitt af mörkunum þremur í sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta kemur okkur í þessa frábæru stöðu sem við vildum vera í, að hafa þetta í okkar höndum, og þannig viljum við hafa það,“ sagði Jóhann Berg en með sigrinum er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils eftir að Króatar gerðu jafntefli við Finna á heimavelli sínum í kvöld. Hann sagði það hafa verið mikilvægt að ná inn marki snemma, þegar hann var spurður út í mark sitt í kvöld. „Það hjálpaði okkur því þá þurftu þeir að sækja og fara framar á völlinn. Þá fengum við enn fleiri færi. Að vinna Tyrki þrjú núll er ansi magnað og sýnir hversu ótrúlegir við erum.“ Mark Jóhanns Bergs var fyrsta mótsmark hans með landsliðinu í um fjögur ár og var hann spurður hvort félagar hans hefðu verið farnir að gera grín að markaþurrðinni svaraði hann því játandi en að þeir hefðu gefist upp á því með tímanum enda nánast búnir upp vonina um mark frá honum með landsliðinu í mótsleik. „En ég reyni að hjálpa liðinu í öllu því sem ég geri, hvort sem með að leggja upp mörk eða vinna varnarvinnu sem ég hef þurft að gera líka á tímabili. En það er ekkert betra en að skora mark og sérstaklega í svona stórum og mikilvægum leik.“ Hann sagði skipulagið hafa heppnast nánast upp á tíu, liðið hefði geta haldið boltanum betur á köflum. „Kósóvó er næst og það er en stærri leikur. Ef við vinnum þá erum við komnir á HM.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira