Fótbolti

Lömdu hetjurnar sínar eftir svekkjandi tap

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Legia eru engir kórdrengir.
Stuðningsmenn Legia eru engir kórdrengir. vísir/getty
Svo svekktir voru stuðningsmenn Legia Varsjá með tap sinna manna gegn Lech Poznan um nýliðna helgi að þeir gengu á skrokk á hetjunum sínum eftir leikinn.

Poznan pakkaði Legia saman, 3-0, og það var meira en hörðustu stuðningsmenn Legia gátu látið bjóða sér.

Samkvæmt pólskum fjölmiðlum biðu um 50 stuðningsmenn Legia eftir leikmönnum út á bílastæði eftir leikinn.

Leiðtogi hópsins ruddist síðan upp í rútu liðsins og krafðist þess að leikmenn stigu út úr rútunni. Leikmenn urðu við þeirra bón og bjuggust við því að lenda í samræðum um svekkjandi tap.

Það var ekki alveg svo því stuðningsmennirnir ruku í þá um leið og þeir komu út og lömdu þá. Þeir vöruðu síðan leikmenn við því að ef þeir myndu aftur spila svona illa þá yrðu þeir aftur lamdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×