Sport

Dæmir leiki félags sem hann stofnaði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Myndin er úr eldri leik
Myndin er úr eldri leik
Gauti Þormóðsson, þjálfari íshokkíliðs Esju, segir dómara í Hertz deildinni dæma vísvitandi gegn liði sínu.

„Allt í einu hendir dómarinn Jan Semorak, besta leikmanni deildarinnar, af velli, þó hann hafi ekki verið nálægt atvikinu,“ sagði Gauti í viðtali við mbl.is í dag. „Dóm­ar­inn vissi hvað hann var að gera þar, því hann henti Agli [Þormóðssyni] og Kol­ar líka út af. Án þeirra erum við bit­laus­ir í sókn­inni.“

Leikmenn Esju gengu út af leik gegn Birninum áður en leiknum átti að ljúka og sagði Gauti það hafa verið vegna þess að dómarinn hafi misst tök á aðstæðum og vildi ekki fleiri bönn á sína leikmenn.

Daniel Kolar var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að ráðast á dómara. Gauti segir Kolar og dómarann, Snorra Gunnar Sigurðsson, hafa rekist saman og hlegið að því. Svo sé Kolar allt í einu dæmdur í bannið og missi þá stjórn á sér við dómarann og ógnaði honum, en sú hegðun hafi verðskuldað bann.

Gauti er mjög óánægður með Snorra Gunnar, segir hann hliðhollan Birninum þar sem hann sé einn af stofnendum félagsins og að treyja hans sé hengd upp í rjáfur Egilshallar


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×