Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2017 06:00 Samtökin '78 lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. vísir/vilhelm Ungir samkynhneigðir karlar bera ábyrgð á 88 prósent tilfella sárasóttar á síðasta ári og yfir 70 prósent lekandatilfella. Á árinu 2016 greindust 86 tilfelli af sárasótt, sem er nánast tvöföldun frá fyrri árum. Af þeim sem greinast yngri en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára. Undanfarinn áratug hafa einn til sjö greinst með sárasótt hér á landi. Þetta kemur meðal annars fram í svari Óttars Proppé heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um tíðni kynsjúkdóma hjá börnum og ungmennum síðustu tíu ár.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirvísir/valliÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun sé einnig í HIV-hópnum en slíkt var ekki tekið fyrir í fyrirspurninni. „Þessi aukning varð sérstaklega áberandi á síðasta ári. Það virðist vera að lekandi og sárasótt séu sýkingar sem sjást aðallega hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. HIV-aukningin er dreifð jafnar því þar má finna sprautufíkla, gagnkynhneigða en líka þá sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.“ Þórólfur segir að það sé erfitt að ákveða af hverju þessar tölur rjúki svona upp innan eins hóps. „Þetta kann að stafa af því að hér áður fyrr voru menn mjög hræddir við HIV. Svo kom góð meðferð til að halda þeim sjúkdómi niðri þótt það sé ekki kominn lækning. Það virðist vera að menn hafi fagnað of fljótt og þá blossa upp hinir kynsjúkdómarnir sem voru áður í algjöru lágmarki.“ Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í mars til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma og HIV og er Þórólfur í honum. „Við ætlum að eiga samtal við marga aðila um hvað er til ráða og hvað er hægt að gera því það er ljóst að það þarf að gera eitthvað.“ Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir að samtökin séu áhyggjufull vegna þessara tíðinda. „Í ársskýrslu okkar kom fram að þrír af sjö lykilhópum sem fá HIV eru hinsegin og við vitum að samkynhneigðir eru í sérstökum áhættuhóp. Það þarf að tækla þetta í samhengi við fordóma. Þetta er stærri vandi en að þeir séu ekki að passa sig. Það er enn skömm hjá þeim sem passa ekki í kassann. Við höfum áhyggjur af þessu og pössum að hjá Samtökunum erum við með ókeypis smokka, leiðbeiningar um hvert sé hægt að fara í skoðun og við viljum auka umræðuna um kynheilbrigði.“ Hún bætti við að samtökin væru ekki hluti af starfshóp heilbrigðisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira
Ungir samkynhneigðir karlar bera ábyrgð á 88 prósent tilfella sárasóttar á síðasta ári og yfir 70 prósent lekandatilfella. Á árinu 2016 greindust 86 tilfelli af sárasótt, sem er nánast tvöföldun frá fyrri árum. Af þeim sem greinast yngri en 25 ára eru karlar flestir í aldurshópnum 20–24 ára. Undanfarinn áratug hafa einn til sjö greinst með sárasótt hér á landi. Þetta kemur meðal annars fram í svari Óttars Proppé heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um tíðni kynsjúkdóma hjá börnum og ungmennum síðustu tíu ár.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirvísir/valliÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun sé einnig í HIV-hópnum en slíkt var ekki tekið fyrir í fyrirspurninni. „Þessi aukning varð sérstaklega áberandi á síðasta ári. Það virðist vera að lekandi og sárasótt séu sýkingar sem sjást aðallega hjá karlmönnum sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. HIV-aukningin er dreifð jafnar því þar má finna sprautufíkla, gagnkynhneigða en líka þá sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum.“ Þórólfur segir að það sé erfitt að ákveða af hverju þessar tölur rjúki svona upp innan eins hóps. „Þetta kann að stafa af því að hér áður fyrr voru menn mjög hræddir við HIV. Svo kom góð meðferð til að halda þeim sjúkdómi niðri þótt það sé ekki kominn lækning. Það virðist vera að menn hafi fagnað of fljótt og þá blossa upp hinir kynsjúkdómarnir sem voru áður í algjöru lágmarki.“ Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í mars til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma og HIV og er Þórólfur í honum. „Við ætlum að eiga samtal við marga aðila um hvað er til ráða og hvað er hægt að gera því það er ljóst að það þarf að gera eitthvað.“ Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir að samtökin séu áhyggjufull vegna þessara tíðinda. „Í ársskýrslu okkar kom fram að þrír af sjö lykilhópum sem fá HIV eru hinsegin og við vitum að samkynhneigðir eru í sérstökum áhættuhóp. Það þarf að tækla þetta í samhengi við fordóma. Þetta er stærri vandi en að þeir séu ekki að passa sig. Það er enn skömm hjá þeim sem passa ekki í kassann. Við höfum áhyggjur af þessu og pössum að hjá Samtökunum erum við með ókeypis smokka, leiðbeiningar um hvert sé hægt að fara í skoðun og við viljum auka umræðuna um kynheilbrigði.“ Hún bætti við að samtökin væru ekki hluti af starfshóp heilbrigðisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira