„Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 14:24 Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, segist alls ekki hvetja til þess að fólk teppi neyðarlínuna „Líf grínistans samræmist kannski ekki lífi stjórnmálamannsins. Jú, ég er varaþingmaður en ekki þingmaður,“ segir Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, í samtali við Vísi. Facebook færsla Andra Þórs hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hann segir að til að sýna að fólk sé á móti sýnilegum vopnaburði lögrelgunnar geti það hringt á lögregluna og tilkynnt grunsamlega vopnaða menn þegar það sér byssur. „Ef nógu margir hringja stöðugt í neyðarlínuna vegna ógnandi manna með skotvopn þá geta þeir þetta ekki. Það er ekki verjandi fyrir ríkislögreglustjóra að halda þessu til streitu með fleiri hundruð tilkynningar um hættulega einstaklinga í hvert skipti sem löggan festir á sig vopnin,“ skrifar Andri Þór.Hann segist þó ekki vilja að fólk teppi neyðarlínuna, heldur hafi hann verið að reyna að fá fólk til að líta á málið frá mismunandi sjónarhornum. Andri Þór hefur í mörg ár haldið úti satírumiðlinum Sannleikanum. Þar segist hann reyna að fá fólk til að hugsa, gantast að sjálfu sér, samfélaginu og fréttamennsku. „Satíran er þannig. Auðvitað er það kómísk hugmynd að hringja á lögregluna út af lögreglunni. Það er það kómíska. Auðvitað er ekkert gaman ef fólk trúir því að maður vilji teppa neyðarlínuna og skapa einhverja hættu. Það er bara ekki rétt. Ég held að við myndum aðeins staldra við, bara með kaffibollann, þegar við erum að lesa og horfa á fréttir, þá myndum við sjá að það er óþarfi að vera svona æstur,“ segir Andri Þór. „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna. Þó að ég komi með eitthvað svona. Mér finnst eins og við hugsum aldrei, við erum alltaf svo snögg að verða reið og brjáluð í staðinn að lesa hvað er verið að segja, melta það og ræða það síðan. Það er alltaf einhver óvinur sem við búum til sem við þurfum að hata og ráðast á.“ „Ég vil fá fólk til að hugsa hluti frá fleiri en einu sjónarhorni. Ég get ekkert haldið Sannleikanum úti lengur ef ég þarf alltaf að vera hálfu dagana í sambandi við blaðamenn. Þá er kannski ekkert pláss á Íslandi fyrir grínista.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Líf grínistans samræmist kannski ekki lífi stjórnmálamannsins. Jú, ég er varaþingmaður en ekki þingmaður,“ segir Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata og ritstjóri Sannleikans, í samtali við Vísi. Facebook færsla Andra Þórs hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hann segir að til að sýna að fólk sé á móti sýnilegum vopnaburði lögrelgunnar geti það hringt á lögregluna og tilkynnt grunsamlega vopnaða menn þegar það sér byssur. „Ef nógu margir hringja stöðugt í neyðarlínuna vegna ógnandi manna með skotvopn þá geta þeir þetta ekki. Það er ekki verjandi fyrir ríkislögreglustjóra að halda þessu til streitu með fleiri hundruð tilkynningar um hættulega einstaklinga í hvert skipti sem löggan festir á sig vopnin,“ skrifar Andri Þór.Hann segist þó ekki vilja að fólk teppi neyðarlínuna, heldur hafi hann verið að reyna að fá fólk til að líta á málið frá mismunandi sjónarhornum. Andri Þór hefur í mörg ár haldið úti satírumiðlinum Sannleikanum. Þar segist hann reyna að fá fólk til að hugsa, gantast að sjálfu sér, samfélaginu og fréttamennsku. „Satíran er þannig. Auðvitað er það kómísk hugmynd að hringja á lögregluna út af lögreglunni. Það er það kómíska. Auðvitað er ekkert gaman ef fólk trúir því að maður vilji teppa neyðarlínuna og skapa einhverja hættu. Það er bara ekki rétt. Ég held að við myndum aðeins staldra við, bara með kaffibollann, þegar við erum að lesa og horfa á fréttir, þá myndum við sjá að það er óþarfi að vera svona æstur,“ segir Andri Þór. „Ég vil ekki að fólk sé að teppa neyðarlínuna. Þó að ég komi með eitthvað svona. Mér finnst eins og við hugsum aldrei, við erum alltaf svo snögg að verða reið og brjáluð í staðinn að lesa hvað er verið að segja, melta það og ræða það síðan. Það er alltaf einhver óvinur sem við búum til sem við þurfum að hata og ráðast á.“ „Ég vil fá fólk til að hugsa hluti frá fleiri en einu sjónarhorni. Ég get ekkert haldið Sannleikanum úti lengur ef ég þarf alltaf að vera hálfu dagana í sambandi við blaðamenn. Þá er kannski ekkert pláss á Íslandi fyrir grínista.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira