Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Torrey Pines Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. janúar 2017 11:30 Tiger lék á pari í gær en er dottinn úr leik. vísir/getty Endurkoma Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi gekk ekki eins og vonast var eftir en Tiger mistókst að komast í gegn um niðurskurðinn og datt því úr leik eftir aðeins 36 holur í San Diego í gærkvöld. Tiger entist því stutt á Farmers Insurance-mótsinu en þetta var fyrsta mót hans á mótaröðinni í tæplega eitt og hálft ár. Sneri hann aftur á mótaröðina á vellinum þar sem hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2008 og hefur alls unnið átta mót. Tiger byrjaði ágætlega í gær og fékk fugl á þriðju holu en skollar á 5. og 10. braut gerðu honum erfitt fyrir. Sjá einnig: Versta byrjun Tiger á ferlinum Tókst honum að krækja í annan fugl og klára daginn á pari en slakur hringur hans á föstudaginn kostaði hann á endanum. Endaði hann því á að komast ekki í gegn um niðurskurðinn en þekktir golfarar á borð við Dustin Johnson, Jason Day og Rickie Fowler, komust heldur ekki í gegn um niðurskurðinn. Breski kylfingurinn Justin Rose er með eins högga forskot eftir tvo hringi á átta höggum undir pari en Adam Hadwin og Brandt Snedeker eru ekki langt undan. Sýnt verður frá þriðja degi Farmers Insurance-mótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18:00. Golf Tengdar fréttir Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Endurkoma Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi gekk ekki eins og vonast var eftir en Tiger mistókst að komast í gegn um niðurskurðinn og datt því úr leik eftir aðeins 36 holur í San Diego í gærkvöld. Tiger entist því stutt á Farmers Insurance-mótsinu en þetta var fyrsta mót hans á mótaröðinni í tæplega eitt og hálft ár. Sneri hann aftur á mótaröðina á vellinum þar sem hann vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2008 og hefur alls unnið átta mót. Tiger byrjaði ágætlega í gær og fékk fugl á þriðju holu en skollar á 5. og 10. braut gerðu honum erfitt fyrir. Sjá einnig: Versta byrjun Tiger á ferlinum Tókst honum að krækja í annan fugl og klára daginn á pari en slakur hringur hans á föstudaginn kostaði hann á endanum. Endaði hann því á að komast ekki í gegn um niðurskurðinn en þekktir golfarar á borð við Dustin Johnson, Jason Day og Rickie Fowler, komust heldur ekki í gegn um niðurskurðinn. Breski kylfingurinn Justin Rose er með eins högga forskot eftir tvo hringi á átta höggum undir pari en Adam Hadwin og Brandt Snedeker eru ekki langt undan. Sýnt verður frá þriðja degi Farmers Insurance-mótsins á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 18:00.
Golf Tengdar fréttir Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Versta byrjun Tiger á ferlinum Spilaði á fjórum höggum yfir pari á fyrsta degi fyrsta PGA-móts ársins. 27. janúar 2017 08:30