Í dag stigu allir bardagakapparnir á kvöldinu á vigtina til staðfestingar um að þeir hafi náð löglegri þyngd fyrir sinn bardaga.
Um leið og kapparnir gerðu það horfðust þeir í augu í síðasta sinn fyrir bardagann annað kvöld.
Þyngd Gunnars Nelson var 170 pund eða 77 kíló og þyngd Alans Jouban var hin sama.
Bardagakvöldið sjálft hefst svo klukkan 21.00 annað kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Horfa má á vigtunina bæði upp í glugganum sem og hér að neðan.