Segir af sér vegna vinnuferða með einkaþotum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2017 21:11 Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price. Vísir/AFP Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tíðar ferðir hans með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Bandaríski stjórnmálafjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá einkaþotumálinu en rannsókn blaðamanna miðilsins leiddi í ljós að Price hafði flogið að minnsta kosti 26 sinnum með einkaþotu í opinberum erindagjörðum síðan í byrjun maí. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar en heildarkostnaður vegna flugferða Price með einkaþotum er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Heilbrigðisráðherrann Thomas Price sagði af sér fyrr í dag og forsetinn varð við afsögn hans,“ sagði í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í dag. Price baðst afsökunar á málinu í gær og sagðist enn fremur ætla að borga hluta af kostnaði vegna flugferðanna til baka. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrradag að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans en ætlaði að „sjá til“ hvort hann myndi víkja honum úr embætti.Sjá einnig: Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnunaPrice er fyrsti ráðherra í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér. Þá sæta tveir embættismenn enn rannsókn vegna kostnaðarsamra ferðalaga en Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna og fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, eru einnig sakaðir um að hafa eytt fjármunum úr hófi fram í flugferðir með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Í frétt Politico segir að Bandaríkjaforseti muni skipa Don Wright, sem gegnir nú embætti aðstoðarheilbrigðisráðherra, í embætti heilbrigðisráðherra þangað til eftirmaður Price verður formlega valinn. Tengdar fréttir Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tíðar ferðir hans með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Bandaríski stjórnmálafjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá einkaþotumálinu en rannsókn blaðamanna miðilsins leiddi í ljós að Price hafði flogið að minnsta kosti 26 sinnum með einkaþotu í opinberum erindagjörðum síðan í byrjun maí. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar en heildarkostnaður vegna flugferða Price með einkaþotum er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Heilbrigðisráðherrann Thomas Price sagði af sér fyrr í dag og forsetinn varð við afsögn hans,“ sagði í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í dag. Price baðst afsökunar á málinu í gær og sagðist enn fremur ætla að borga hluta af kostnaði vegna flugferðanna til baka. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrradag að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans en ætlaði að „sjá til“ hvort hann myndi víkja honum úr embætti.Sjá einnig: Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnunaPrice er fyrsti ráðherra í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér. Þá sæta tveir embættismenn enn rannsókn vegna kostnaðarsamra ferðalaga en Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna og fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, eru einnig sakaðir um að hafa eytt fjármunum úr hófi fram í flugferðir með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Í frétt Politico segir að Bandaríkjaforseti muni skipa Don Wright, sem gegnir nú embætti aðstoðarheilbrigðisráðherra, í embætti heilbrigðisráðherra þangað til eftirmaður Price verður formlega valinn.
Tengdar fréttir Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57