Segir af sér vegna vinnuferða með einkaþotum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2017 21:11 Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price. Vísir/AFP Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tíðar ferðir hans með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Bandaríski stjórnmálafjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá einkaþotumálinu en rannsókn blaðamanna miðilsins leiddi í ljós að Price hafði flogið að minnsta kosti 26 sinnum með einkaþotu í opinberum erindagjörðum síðan í byrjun maí. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar en heildarkostnaður vegna flugferða Price með einkaþotum er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Heilbrigðisráðherrann Thomas Price sagði af sér fyrr í dag og forsetinn varð við afsögn hans,“ sagði í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í dag. Price baðst afsökunar á málinu í gær og sagðist enn fremur ætla að borga hluta af kostnaði vegna flugferðanna til baka. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrradag að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans en ætlaði að „sjá til“ hvort hann myndi víkja honum úr embætti.Sjá einnig: Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnunaPrice er fyrsti ráðherra í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér. Þá sæta tveir embættismenn enn rannsókn vegna kostnaðarsamra ferðalaga en Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna og fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, eru einnig sakaðir um að hafa eytt fjármunum úr hófi fram í flugferðir með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Í frétt Politico segir að Bandaríkjaforseti muni skipa Don Wright, sem gegnir nú embætti aðstoðarheilbrigðisráðherra, í embætti heilbrigðisráðherra þangað til eftirmaður Price verður formlega valinn. Tengdar fréttir Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Tom Price, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tíðar ferðir hans með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Bandaríski stjórnmálafjölmiðillinn Politico greindi fyrst frá einkaþotumálinu en rannsókn blaðamanna miðilsins leiddi í ljós að Price hafði flogið að minnsta kosti 26 sinnum með einkaþotu í opinberum erindagjörðum síðan í byrjun maí. Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum, utan þeirra sem starfa við þjóðaröryggismál, eru skyldaðir til að ferðast með almennum flugfélögum vegna vinnu sinnar en heildarkostnaður vegna flugferða Price með einkaþotum er áætlaður um 300 þúsund Bandaríkjadalir (31,6 milljónir íslenskra króna). „Heilbrigðisráðherrann Thomas Price sagði af sér fyrr í dag og forsetinn varð við afsögn hans,“ sagði í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu sem send var út í dag. Price baðst afsökunar á málinu í gær og sagðist enn fremur ætla að borga hluta af kostnaði vegna flugferðanna til baka. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í fyrradag að hann væri „ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherrans en ætlaði að „sjá til“ hvort hann myndi víkja honum úr embætti.Sjá einnig: Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnunaPrice er fyrsti ráðherra í ríkisstjórn Trumps sem segir af sér. Þá sæta tveir embættismenn enn rannsókn vegna kostnaðarsamra ferðalaga en Scott Pruitt, yfirmaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna og fjármálaráðherrann, Steven Mnuchin, eru einnig sakaðir um að hafa eytt fjármunum úr hófi fram í flugferðir með einkaþotum vegna vinnu sinnar. Í frétt Politico segir að Bandaríkjaforseti muni skipa Don Wright, sem gegnir nú embætti aðstoðarheilbrigðisráðherra, í embætti heilbrigðisráðherra þangað til eftirmaður Price verður formlega valinn.
Tengdar fréttir Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Biðst afsökunar á því að fljúga ítrekað með einkaþotum í vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að hann væri "ekki ánægður“ með ferðamáta heilbrigðisráðherra síns, Tom Price. 28. september 2017 23:57