Guðný Halldórsdóttir vill nýjan Þingvallaveg burt úr Mosfellsdal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2017 06:45 Þótt hámarkshraði í Mosfellsdal hafi verið lækkaður í 70 eftir kröfur frá íbúum er umferðin alltof mikil, segir Guðný Halldórsdóttir. vísir/gva Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri í Melkoti, leggur til að Þingvallavegur verði ekki endurbyggður í Mosfellsdal eins og til stendur heldur verði færður suður í sitt gamla vegstæði um Mosfellsheiði.Guðný HalldórsdóttirÍ athugasemd við nýja deiliskipulagstillögu segir Guðný nýjan veruleika kominn upp. Hún segir 98 prósent þeirra sem fara um Þingvallaveg vera ferðamenn að fara Gullna hringinn svokallaða. Stanslaus umferð hafi verið á jóladag. Fyrir fimm árum hafi ekki sála verið á ferð á þeim tíma. „Allt hófst þetta fyrir alvöru þegar vegurinn yfir Lyngdalsheiði var lagaður og betrumbættur. Þá jókst umferðin rosalega,“ skrifar Guðný. Betrumbætur á veginum um Kjósarskarð og Uxahryggi eigi eftir að auka álagið af gegnumstreymi bíla enn frekar. Hún nefnir blómlega starfsemi víða um Mosfellsdal sem muni gjalda fyrir áformuð hringtorg, undirgöng og nýja vegi innan sveitarinnar. „Hætt er við að þessi búsældarlegasti hluti sveitarinnar láti á sjá með þeim risavöxnu samgöngumannvirkjum sem fyrirhuguð eru – einungis með það í huga að liðka fyrir gegnumstreymi til Þingvalla og austur í sveitir,“ segir í bréfi Guðnýjar sem vill að frekar verði horft til vegstæðis gamla Þingvallavegarins. Hann var lagður 1890-1896 og liggur austur yfir Mosfellsheiði frá Geithálsi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. 3. mars 2016 11:45 Mótmæla því að Þingvallavegur verði framtíðar stofnbraut milli byggðalaga Tilefnið er viðvarandi hrað- og glannaakstur á Þingvallavegi í Mosfellsdal 30. janúar 2015 10:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri í Melkoti, leggur til að Þingvallavegur verði ekki endurbyggður í Mosfellsdal eins og til stendur heldur verði færður suður í sitt gamla vegstæði um Mosfellsheiði.Guðný HalldórsdóttirÍ athugasemd við nýja deiliskipulagstillögu segir Guðný nýjan veruleika kominn upp. Hún segir 98 prósent þeirra sem fara um Þingvallaveg vera ferðamenn að fara Gullna hringinn svokallaða. Stanslaus umferð hafi verið á jóladag. Fyrir fimm árum hafi ekki sála verið á ferð á þeim tíma. „Allt hófst þetta fyrir alvöru þegar vegurinn yfir Lyngdalsheiði var lagaður og betrumbættur. Þá jókst umferðin rosalega,“ skrifar Guðný. Betrumbætur á veginum um Kjósarskarð og Uxahryggi eigi eftir að auka álagið af gegnumstreymi bíla enn frekar. Hún nefnir blómlega starfsemi víða um Mosfellsdal sem muni gjalda fyrir áformuð hringtorg, undirgöng og nýja vegi innan sveitarinnar. „Hætt er við að þessi búsældarlegasti hluti sveitarinnar láti á sjá með þeim risavöxnu samgöngumannvirkjum sem fyrirhuguð eru – einungis með það í huga að liðka fyrir gegnumstreymi til Þingvalla og austur í sveitir,“ segir í bréfi Guðnýjar sem vill að frekar verði horft til vegstæðis gamla Þingvallavegarins. Hann var lagður 1890-1896 og liggur austur yfir Mosfellsheiði frá Geithálsi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. 3. mars 2016 11:45 Mótmæla því að Þingvallavegur verði framtíðar stofnbraut milli byggðalaga Tilefnið er viðvarandi hrað- og glannaakstur á Þingvallavegi í Mosfellsdal 30. janúar 2015 10:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. 3. mars 2016 11:45
Mótmæla því að Þingvallavegur verði framtíðar stofnbraut milli byggðalaga Tilefnið er viðvarandi hrað- og glannaakstur á Þingvallavegi í Mosfellsdal 30. janúar 2015 10:15