Sport

Klappstýran sem sigraði þyngdarlögmálið | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ariel Olivar í myndbandinu sínu.
Ariel Olivar í myndbandinu sínu. Mynd/Samsett/Twitter
Ariel Olivar er á smá tíma orðin ein þekktasta klappstýra Bandaríkjanna eftir að myndband með henni fór á flug á samfélagsmiðlum.

Það er kannski ekkert skrýtið að fólk sé að tala um hana eða deila myndbandi með stelpunni enda virðist hún þar hreinlega hafa betur gegn þyngdarlögmálinu.  

Ariel Olivar er ennþá bara í menntaskóla (High School) og er ein af klappstýrum Manvel High School fótboltaliðsins.

Hún tók upp myndband með sér á hliðarlínunni á leik liðsins þar sem hún virðist stíga á gegnsæan kassa og hoppa upp af honum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan sem og viðbrögð bandarískra fjölmiðla.





 



Ariel Olivar sagði í viðtali að hafa ekki verið búin að æfa sig oft þegar hún tók upp myndbandið.

Hún nær í þessu myndbandi að plata auga áhorfandans með því að hoppa upp á öðrum fætunum þegar það lítur út fyrir að hún sé að stíga upp á ósýnilegan kassa með hinum.

Fyrir þá sem ætla að prófa þetta þá segir Artiel að lykilatriðið sé að fara hærra með fótinn sem þú hoppar upp af.

Þetta er ótrúlega vel gert hjá henni og krefst mikils jafnvægis sem og að hafa góða stjórn á líkamanum.

Hún setti líka inn annað myndband sem má sjá hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×