ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 16:23 Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Vísir Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu. Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir í kringum lokavígi þeirra á landamærum Írak og Sýrlands á bökkum Efrat. Sótt er að svæðinu úr öllum áttum. Báðu megin við landamærin. Írakar sækja að borginni al-Qaim, sem er í raun síðasta vígi þeirra í Írak. Úr norðri sækja sýrlenskir Kúrdar fram gegn vígamönnunum og stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra frá Íran og Rússlandi sækja fram úr vestri. Sýrlandsmegin við landamærin er borgin Abu Kamal. „Við sjáum uppbyggingu varna bæði í al-Qaim og Abu Kamal,“ segir bandaríski ofurstinn Ryan Dillon við blaðamann Reuters. Dillon sagði Bandaríkin telja að leiðtogar ISIS haldi til í Abu Kamal. Bæði stjórnarliðar og Kúrdar (SDF) sækja að borginni.Dillon segir þó að ekki liggi fyrir hvort að SDF muni reyna að ná borginni úr haldi ISIS. Þeir séu nú að tryggja yfirráð sín yfir olíulindum norður af Abu Kamal. Hann segir einnig að það sé mikill munur á vígamönnum ISIS nú og áður. Til dæmis þegar Írakar börðust gegn þeim í Mosul. Vígamennirnir séu ekki jafn viljugir til að berjast til dauða og baráttuvilji þeirra sé mun minni.Snúa sér að skæruhernaði Í stað þess að berjast á hefðbundin hátt hafa vígamenn ISIS beitt skyndiárásum og barist eins og skæruliðar. Sérfræðingar telja að slíkum árásum muni fjölga þegar hryðjuverkasamtökin missa yfirráðasvæði sitt.Sjá einnig: Komið að endalokum KalífadæmisinsTalið er að samtökin muni geta gert skyndiárásir á svæðum sem talið er að þau hafi verið rekin frá og það mun hægja á uppbyggingu þeirra svæði. Þá sérstaklega í Írak þar sem deilur á milli súnníta og sjíta hafa ýtt undir velgengni ISIS. Meiri líkur eru á því að vígamenn samtakanna í Sýrlandi muni ganga til liðs við aðra vígahópa þar í landi. Þá má ekki gleyma að vígahópar um heim allan hafa lýst yfir holustu við ISIS. Mögulega gætu leiðtogar samtakanna leitað skjóls hjá þeim og þannig stýrt ISIS áfram frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum, Afríku eða Asíu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira