Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. október 2017 06:30 Liðlega 20 konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, mun boða til neyðarfundar til að ræða framtíð kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um kynferðisofbeldi og áreitni, þeirra á meðal leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie. Eiginkona Weinstein, Georgina Chapman, hefur jafnframt yfirgefið hann og sagt gjörðir hans vera ófyrirgefanlegar. Þá var honum um liðna helgi vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir akademíunni að henni þyki ásakanirnar á hendur Weinstein vera viðurstyggilegar. Muni hún því funda um stöðu hans innan akademíunnar og taldar eru líkur á að aðild hans verði afturkölluð. Áætlað er að fundað verði á laugardag til að „ræða ásakanirnar og aðgerðir sem akademían getur gripið til.“ Hún hefur alls veitt kvikmyndafyrirtækjum Weinstein, Miramax og Weinstein Company, 81 Óskarsverðlaun í gegnum árin. Sjá einnig: Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Bafta, breska kvikmyndaakademían, greindi frá því í gær að hún hefi ógilt aðild hans. Weinstein hefur ætíð lýst yfir sakleysi sínu í málinu, þrátt fyrir að The New Yorker hafi birt hljóðupptöku á dögunum þar sem greinilega má heyra hann áreita unga fyrirsætu. Þá hefur lögreglan í New York reynt að ná tali af manneskju í tengslum við ásakanir á hendur Weinstein sem ná til ársins 2004. Lögreglan vildi ekki greina BBC nánar frá ástæðum þessa. Mál Harvey Weinstein Óskarinn Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir „Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, mun boða til neyðarfundar til að ræða framtíð kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um kynferðisofbeldi og áreitni, þeirra á meðal leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie. Eiginkona Weinstein, Georgina Chapman, hefur jafnframt yfirgefið hann og sagt gjörðir hans vera ófyrirgefanlegar. Þá var honum um liðna helgi vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir akademíunni að henni þyki ásakanirnar á hendur Weinstein vera viðurstyggilegar. Muni hún því funda um stöðu hans innan akademíunnar og taldar eru líkur á að aðild hans verði afturkölluð. Áætlað er að fundað verði á laugardag til að „ræða ásakanirnar og aðgerðir sem akademían getur gripið til.“ Hún hefur alls veitt kvikmyndafyrirtækjum Weinstein, Miramax og Weinstein Company, 81 Óskarsverðlaun í gegnum árin. Sjá einnig: Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Bafta, breska kvikmyndaakademían, greindi frá því í gær að hún hefi ógilt aðild hans. Weinstein hefur ætíð lýst yfir sakleysi sínu í málinu, þrátt fyrir að The New Yorker hafi birt hljóðupptöku á dögunum þar sem greinilega má heyra hann áreita unga fyrirsætu. Þá hefur lögreglan í New York reynt að ná tali af manneskju í tengslum við ásakanir á hendur Weinstein sem ná til ársins 2004. Lögreglan vildi ekki greina BBC nánar frá ástæðum þessa.
Mál Harvey Weinstein Óskarinn Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir „Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
„Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53
Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00