Lífið

Lögregla rannsakar That '70s Show stjörnu vegna kynferðisafbrota

Anton Egilsson skrifar
Danny Masterson lék Steven Hyde í gamanþáttunum That '70´s Show.
Danny Masterson lék Steven Hyde í gamanþáttunum That '70´s Show. Vísir/AFP

Bandaríski leikarinn Danny Masterson sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum That ‘70s Show er til rannsóknar hjá lögreglu í Los Angeles vegna meintra kynferðisafbrota gegn þremur konum. Reuters greinir frá þessu.



Í yfirlýsingu sem lögregla í Los Angeles sendi út frá sér í gær segir að rannsókn standi nú yfir á Masterson eftir að þrjár konur stigu fram og sögðust hafa verið beittar kynferðisofbeldi af hendi hans snemma á síðasta áratug.



Hinn fertugi Masterson segir ásakanirnar rangar en ein þeirra kvenna sem ásakað hefur Masterson um kynferðisbrot gegn sér er fyrrum kærasta hans.



„Hið meinta atvik átti sér stað á meðan á miðju sex ára sambandi þeirra stóð og eftir það hélt samband þeirra áfram um langa hríð,“ segir í yfirlýsingu frá fulltrúum Masteron.



Í yfirlýsingunni segir jafnframt að ein kvennanna hafi komið fram með ásakanir á hendur Masterson fyrir fjórtan árum síðan. Lögregla hafi í kjölfarið talað við fjölmörg vitni og talið að enginn fótur væri fyrir ásökununum. 



Masterson skaust upp á stjörnuhimininn árið 1998 þegar hinn geysivinsæli gamanþáttur That ´70s Show fór í lofti. Hann hefur síðan þá leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþáttasería en síðast lék hann í Netflix þáttaseríunni The Ranch.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.