Erlent

Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl

Kjartan Kjartansson skrifar
Afganskar öryggissveitir gætu vettvangsins þar sem árásarmaður sprengdi sig upp í dag.
Afganskar öryggissveitir gætu vettvangsins þar sem árásarmaður sprengdi sig upp í dag. Vísir/AFP
Tíu manns fórust í sjálfsmorðssprengjuárás nærri höfuðstöðvum afgönsku leyniþjónustunnar í Kabúl í dag. Fimm manns til viðbótar særðust. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC er haft eftir talsmönnum sjúkrahúsa í Kabúl að tala fallinna gæti hækkað enn.

Hryðjuverkamaðurinn er sagður hafa gengið upp að starfsmönnum leyniþjónustunnar þar sem þeir voru að koma til vinnu sprengt sig í loft upp.

Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×