Innlent

Kalksetnáma í Miðfirði send til baka

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Veiðifélag Miðfirðinga var meðal þeirra sem kærði niðurstöðuna. Þessi mynd er frá opnunardegi árinnar þetta sumarið.
Veiðifélag Miðfirðinga var meðal þeirra sem kærði niðurstöðuna. Þessi mynd er frá opnunardegi árinnar þetta sumarið. Mynd: Miðfjarðará Lodge FB
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að vinnsla kalkþörungasets í Miðfirði skuli ekki vera háð umhverfismati.

Í maí 2015 sótti Icecal ehf. um leyfi til Orkustofnunar til hagnýtingar 1.200 rúmmetra af kalkþörungaseti árlega á ákveðnu svæði í Miðfirði. Nýtingarleyfið var til 30 ára. Talið var að umhverfismats væri ekki þörf.

Veiðifélag Miðfirðinga, landeigandi og Landssamband veiðifélaga kærðu ákvörðunina. Hið sama gerði Húnaþing vestra. Kæru sveitarfélagsins var vísað frá þar sem það hafði ekki lögvarða hagsmuni en fallist var á kröfur annarra aðila.

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að ákvörðunin hafi verið of vélræn og uppfyllti hún ekki viðmið laga um mat á umhverfisáhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×