Undir stjórnendum United Silicon komið hvenær rekstur geti hafist á ný Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 2. september 2017 13:46 Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM Það er undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. Þetta segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun tilkynnti í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir margþættar ástæður liggja að baki stöðvuninni. „Hún er tekin á grundvelli ítrekaðra frávika sem hafa verið á rekstri verksmiðjunnar. Jafnframt sá stöðugleiki í rekstri sem var forsenda endurræsingu um miðjan maí hefur ekki gengið eftir og svo að stofnunin telur hreinlega ekki viðunandi að íbúar í nágrenni verksmiðjunnar búi við þessi verulegu óþægindi sem af rekstri verksmiðjunnar hefur verið,“ segir Kristín Linda í samtali við fréttastofu. Fyrst var tilkynnt um áformin í bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að starfsemin yrði stöðvuð í síðasta lagi 10. september, eða fyrr ef ljósbogaofn verksmiðjunnar færi niður fyrir tiltekið lágmark eða stöðvaðist í klukkustund eða meira. Ofninn var síðan stöðvaður þann 26. ágúst í kjölfar óhapps. Fyrirtækinu var veittur framlengdur frestur til 31. ágúst til að skila inn andmælum. Forsvarsmenn þess töldu frestinn hins vegar ekki nægilega langan og andmælum var ekki skilað. Kristín Linda segir að næstu skref velti á viðbrögðum fyrirtækisins. „Næstu skref í málinu eru þá að fyrirtækið fer yfir þær ítarlegu kröfur sem Umhverfisstofnun hefur sett og fer í úrbætur. Síðan mun fyrirtækið leggja það fyrir Umhverfisstofnun sem mun fara yfir það og meta hvort við teljum það fullnægjandi til að reksturinn geti verið í samræmi við starfsleyfi. Þannig að tímaramminn er svolítið hjá verksmiðjunni núna.“ United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Sjá meira
Það er undir forsvarsmönnum United Silicon komið hvort og þá hvenær unnt verður að hefja rekstur kísilverksmiðjunnar í Helguvík á ný. Þetta segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun tilkynnti í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að stöðva rekstur United Silicon í Helguvík. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir margþættar ástæður liggja að baki stöðvuninni. „Hún er tekin á grundvelli ítrekaðra frávika sem hafa verið á rekstri verksmiðjunnar. Jafnframt sá stöðugleiki í rekstri sem var forsenda endurræsingu um miðjan maí hefur ekki gengið eftir og svo að stofnunin telur hreinlega ekki viðunandi að íbúar í nágrenni verksmiðjunnar búi við þessi verulegu óþægindi sem af rekstri verksmiðjunnar hefur verið,“ segir Kristín Linda í samtali við fréttastofu. Fyrst var tilkynnt um áformin í bréfi þann 23. ágúst, þar sem fram kom að starfsemin yrði stöðvuð í síðasta lagi 10. september, eða fyrr ef ljósbogaofn verksmiðjunnar færi niður fyrir tiltekið lágmark eða stöðvaðist í klukkustund eða meira. Ofninn var síðan stöðvaður þann 26. ágúst í kjölfar óhapps. Fyrirtækinu var veittur framlengdur frestur til 31. ágúst til að skila inn andmælum. Forsvarsmenn þess töldu frestinn hins vegar ekki nægilega langan og andmælum var ekki skilað. Kristín Linda segir að næstu skref velti á viðbrögðum fyrirtækisins. „Næstu skref í málinu eru þá að fyrirtækið fer yfir þær ítarlegu kröfur sem Umhverfisstofnun hefur sett og fer í úrbætur. Síðan mun fyrirtækið leggja það fyrir Umhverfisstofnun sem mun fara yfir það og meta hvort við teljum það fullnægjandi til að reksturinn geti verið í samræmi við starfsleyfi. Þannig að tímaramminn er svolítið hjá verksmiðjunni núna.“
United Silicon Tengdar fréttir Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25 Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32 Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Sjá meira
Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu Ástandið í Reykjanesbæ er orðið grafalvarlegt að sögn umhverfisráðherra. 30. ágúst 2017 08:25
Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. 26. ágúst 2017 14:32
Umhverfisstofnun stöðvar starfsemi United Silicon Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons hf., samanber lagagrein um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir í tilkynningu. 1. september 2017 21:06