Vonaðist eftir að sjá systur sína í lagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2017 19:45 Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen. Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Fimmtán hundruð fjörutíu og níu einstaklingar hafa látist í umferðarslysum hér á landi frá því fyrsta banaslysið var skráð í ágúst árið nítjánhundruð og fimmtán. Fjórir hafa látist núna í nóvember. Fyrrverandi rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa segir starf sitt hafa verið erfitt. Fórnarlamba umferðarslysa var minnst með táknrænni athöfn við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi að viðstöddum viðbragsaðilum og heilbrigðisstarfsfólki. Daginn er alþjóðlegur og er ætlaður að virkja vitund vegfarenda fyrir þeirri ábyrgð sem þeir bera. Dagurinn er ekki aðeins tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur skapast sú venja hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra héldu ræðu og þökkuðu viðbragðsaðilum fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf þeirra. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður á Ísafirði þekkir sorgina af eigin raun að missa nákominn í umferðarslysi en 19. janúar 2006 kom hann að umferðarslysi á Hnífsdalsvegi þar sem lést tvíburasystir hans Þórey Guðmundsdóttir lést. „Ég lagði aftast í bílaröðinni og hljóp eftir henni endilangri í von um að sjá að allt væri í lagi með systur mína. Ég kom á staðinn og sá bíl foreldra okkar í sjónum, á hvolfi. Ég horfði lengi á bílnúmerið á honum og ég hitti fólk á vettvangi en man samt ekki eftir neinu þar. Ég man þó eftir því að ég spurði einn lögreglumann hvar systir mín væri. Hann sagði mér að búið væri að flytja þann sem hafði verið í bílnum á sjúkrahúsið. Meira man ég ekki,“ sagði Þórir þegar hann rifjaði upp atburðinn við minningarathöfnina í dag. Slys Þóreyjar var rakið til farsímanotkunar undir stýri en þessa dagana er sérstakt átak í til að draga úr þessari áhættuhegðun ökumanna. Þórir segir það hafa verið sárt að missa systur sína með þessum hætti. „Með góðum ákvörðunum og góðri hjálp góðs fólk þá er hægt að vinna úr þessu á rétta hátt. Og það höfum við gert í fjölskyldunni minni allavega,“ segir Þórir. Ágúst Mogensen lét af störfum sem rannsóknastjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa nýverið ef 19 ár í starfi. Hann rannsakaði slys Þóreyjar árið 2006. Hann segir starf sitt hafa verið erfitt. „Maður hafði það að leiðarljósi að læra af slysunum. Rannsaka til þess að koma í veg fyrir að sambærileg atvik myndu gerast aftur. Í mínu starfi hjá rannsóknarnefndinni fór ég í um fjögur hundruð sinnum á slysavettvang, bæði alvarleg slys og banaslys og auðvitað hafði það áhrif,“ segir Ágúst Mogensen.
Tengdar fréttir Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Forsetinn flutti ávarp á minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa á Íslandi Í dag var haldin minningarathöfn í Reykjavík þar sem heiðruð voru fórnarlömb umferðarslysa og viðbragðsaðilar. 19. nóvember 2017 11:45