Innlent

Safna fötum fyrir börn og unglinga á Íslandi sem eiga ekki nauðsynlegar flíkur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
:að eru sjálfsögð réttindi barna að vera vel klædd, þó einkum fyrir íslenska veturinn, segir verkefnastjóri fatasöfnunarinnar.
:að eru sjálfsögð réttindi barna að vera vel klædd, þó einkum fyrir íslenska veturinn, segir verkefnastjóri fatasöfnunarinnar. Vísir/Getty
Ungmennaráð Barnaheilla heldur í dag sína árlegu fatasöfnun í tilefni af degi mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fatasöfnunin fer fram í dag, sunnudaginn 19. nóvember, á milli klukkan 12 og 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Allir þeir sem luma á ónotuðum eða lítið notuðum barna og unglingafötum eru hvattir til þess að gefa fötunum framhaldslíf hjá þeim sem á þurfa að halda. Á staðnum munu sjálfboðaliðar ungmennaráðsins taka á móti öllum þeim sem vilja styrkja málefnið, og gefa föt.

„Á boðstólum verður kakó og smákökur handa gestum auk ljúfrar tónlistar. Fötin renna svo til barna á Íslandi sem af einhverjum ástæðum geta ekki útvegað sér nauðsynlegar flíkur, til dæmis vegna fjárhagsstöðu. Þó er bannað, samkvæmt Barnasáttmálanum, að mismuna börnum eftir stöðu þeirra,“ segir Gunnar Ágústsson verkefnastjóri fatasöfnunarinnar.

„Þetta er mjög mikilvægt verkefni þar sem það eru sjálfsögð réttindi barna að vera vel klædd almennt en þó einkum fyrir íslenska veturinn. Verkefnið er unnið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar sem mun koma fötunum til þeirra sem þurfa,“ segir Gunnar Ágústsson verkefnastjóri fatasöfnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×