Meiri hætta af því að reykja rafrettur en margir halda Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:00 Fíkniefni og íþróttir eiga ekki samleið Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira