Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2017 11:30 BIrgitta Jónsdóttir. Vísir/Anton Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það fráleitt að halda því fram að skýrslan um eignir Íslendinga í skattaskjólum hefði ekki haft áhrif á úrslit þingkosninga. Birgitta segir þetta í færslu á Facebook þar sem hún vísar í orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. „Ef skýrslan hefði komið inn á þing stuttu fyrir kosningar og fólk séð svart á hvítu hversu miklu af skattfé er blætt framhjá hefði með sanni í það minnsta komið þessum málaflokki aftur á dagskrá. Ég þori ekkert að fullyrða eins og Bjarni um áhrif á stöðu flokks hans, en þetta hefði breytt umræðunni svo mikið er víst,“ segir Birgitta. Komið hefur fram að skýrslu starfshópsins hafi verið skilað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 13. september og Bjarni fengið kynningu á henni 5. dag októbermánaðar, 24 dögum fyrir kosningar. Skýrslan var loks gerð opinber síðastliðinn föstudag, 6. janúar. Starfshópurinn átti upphaflega að skila skýrslunni í lok júnímánaðar. Birgitta segir í Facebook-færslunni að margir hafi sagt stjórnarandstöðuna ekki hafa gert neitt til að halda umræðunni um Panamaskjölin lifandi fyrir kosningar. Hún sé þó ekki tilbúin að fallast á þá söguskoðun. Í umræddri skýrslu kom fram að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum gæti numið allt frá 2,8 milljörðum til 6,5 milljarða á ári. Þá segir að á árunum 2006 til 2014 hafi íslenska ríkið mögulega orðið af 56 milljörðum króna. Sjá má færslu Birgittu í heild sinni að neðan. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, er á sama máli og Birgitta en hún ræddi málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun. Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það fráleitt að halda því fram að skýrslan um eignir Íslendinga í skattaskjólum hefði ekki haft áhrif á úrslit þingkosninga. Birgitta segir þetta í færslu á Facebook þar sem hún vísar í orð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. „Ef skýrslan hefði komið inn á þing stuttu fyrir kosningar og fólk séð svart á hvítu hversu miklu af skattfé er blætt framhjá hefði með sanni í það minnsta komið þessum málaflokki aftur á dagskrá. Ég þori ekkert að fullyrða eins og Bjarni um áhrif á stöðu flokks hans, en þetta hefði breytt umræðunni svo mikið er víst,“ segir Birgitta. Komið hefur fram að skýrslu starfshópsins hafi verið skilað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 13. september og Bjarni fengið kynningu á henni 5. dag októbermánaðar, 24 dögum fyrir kosningar. Skýrslan var loks gerð opinber síðastliðinn föstudag, 6. janúar. Starfshópurinn átti upphaflega að skila skýrslunni í lok júnímánaðar. Birgitta segir í Facebook-færslunni að margir hafi sagt stjórnarandstöðuna ekki hafa gert neitt til að halda umræðunni um Panamaskjölin lifandi fyrir kosningar. Hún sé þó ekki tilbúin að fallast á þá söguskoðun. Í umræddri skýrslu kom fram að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum gæti numið allt frá 2,8 milljörðum til 6,5 milljarða á ári. Þá segir að á árunum 2006 til 2014 hafi íslenska ríkið mögulega orðið af 56 milljörðum króna. Sjá má færslu Birgittu í heild sinni að neðan. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, er á sama máli og Birgitta en hún ræddi málið í Harmageddon á X-inu 977 í morgun.
Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03
Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48
Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51
Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06