Besta afmælisgjöfin Gréta Ingþórsdóttir skrifar 9. janúar 2017 09:15 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, fagnaði 25 ára afmæli á nýliðnu ári. Umtalsverðar framfarir hafa orðið í meðferð barna með alvarlega sjúkdóma á þessum aldarfjórðungi og aðbúnaður á Íslandi hefur gjörbreyst frá því að aðeins mátti heimsækja börn í sérstökum heimsóknartímum yfir í sérhannaðan barnaspítala þar sem foreldrar geta dvalið með börnum sínum meðan á innlögn stendur. Stöðugt er verið að þróa meðferðir, þannig að þær geri sem mest gagn og sem minnstan skaða og hafa lífslíkur aukist verulega samfara því. Eftir því sem fleiri lifa af krabbameinsmeðferð eykst þörfin fyrir eftirfylgd með þeim einstaklingum. Það hefur enda verið eitt helsta baráttumál forystumanna Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna mörg undanfarin ár að síðbúnum afleiðingum krabbameina verði sinnt betur og markvissar. Fyrir nokkrum misserum tók málið að þokast í rétta átt þegar samkomulag náðist á milli Kvenna- og barnasviðs LSH og SKB um stofnun sérstakrar göngudeildar um síðbúnar afleiðingar á Barnaspítala Hringsins. SKB hafði ákveðið að leggja verkefninu til rekstrarfé fyrstu árin og var starfsmaður ráðinn til að undirbúa opnun deildarinnar. Mjög var vandað til undirbúningsins, ferðir farnar til að læra af því sem vel er gert í öðrum löndum, spurningalistar samdir og þeir lagðir fyrir að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar. Einstaklingunum, sem kallaðir verða til viðtals, var raðað eftir áhættumati, þ.e. þeir fyrst kallaðir inn sem taldir eru vera í mesti áhættu á að glíma við alvarlegar síðbúnar afleiðingar af völdum krabbameinsmeðferðar. Síðbúnar afleiðingar geta verið líkamlegar, svo sem ófrjósemi, skert líffærastarfsemi, heyrnarskerðing, tannskemmdir og hármissir; andlegar, svo sem kvíði, þunglyndi og einbeitingarleysi; auk þess sem sumir hafa lent í mikilli félagslegri einangrun. Nú hafa fyrstu einstaklingarnir verið kallaðir til viðtals á deildinni og er óhætt að segja að starfsemi hennar sé besta afmælisgjöf sem félagsmenn í SKB hefðu getað hugsað sér og binda þeir miklar vonir við starfsemi hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, SKB, fagnaði 25 ára afmæli á nýliðnu ári. Umtalsverðar framfarir hafa orðið í meðferð barna með alvarlega sjúkdóma á þessum aldarfjórðungi og aðbúnaður á Íslandi hefur gjörbreyst frá því að aðeins mátti heimsækja börn í sérstökum heimsóknartímum yfir í sérhannaðan barnaspítala þar sem foreldrar geta dvalið með börnum sínum meðan á innlögn stendur. Stöðugt er verið að þróa meðferðir, þannig að þær geri sem mest gagn og sem minnstan skaða og hafa lífslíkur aukist verulega samfara því. Eftir því sem fleiri lifa af krabbameinsmeðferð eykst þörfin fyrir eftirfylgd með þeim einstaklingum. Það hefur enda verið eitt helsta baráttumál forystumanna Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna mörg undanfarin ár að síðbúnum afleiðingum krabbameina verði sinnt betur og markvissar. Fyrir nokkrum misserum tók málið að þokast í rétta átt þegar samkomulag náðist á milli Kvenna- og barnasviðs LSH og SKB um stofnun sérstakrar göngudeildar um síðbúnar afleiðingar á Barnaspítala Hringsins. SKB hafði ákveðið að leggja verkefninu til rekstrarfé fyrstu árin og var starfsmaður ráðinn til að undirbúa opnun deildarinnar. Mjög var vandað til undirbúningsins, ferðir farnar til að læra af því sem vel er gert í öðrum löndum, spurningalistar samdir og þeir lagðir fyrir að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar. Einstaklingunum, sem kallaðir verða til viðtals, var raðað eftir áhættumati, þ.e. þeir fyrst kallaðir inn sem taldir eru vera í mesti áhættu á að glíma við alvarlegar síðbúnar afleiðingar af völdum krabbameinsmeðferðar. Síðbúnar afleiðingar geta verið líkamlegar, svo sem ófrjósemi, skert líffærastarfsemi, heyrnarskerðing, tannskemmdir og hármissir; andlegar, svo sem kvíði, þunglyndi og einbeitingarleysi; auk þess sem sumir hafa lent í mikilli félagslegri einangrun. Nú hafa fyrstu einstaklingarnir verið kallaðir til viðtals á deildinni og er óhætt að segja að starfsemi hennar sé besta afmælisgjöf sem félagsmenn í SKB hefðu getað hugsað sér og binda þeir miklar vonir við starfsemi hennar.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar