Fótbolti

Mahrez hafði betur gegn Aubameyang og Mane

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mahrez fagnar marki með Leicester.
Mahrez fagnar marki með Leicester. vísir/getty
Riyad Mahrez, leikmaður Leicester, hefur verið valinn besti knattspyrnumaður Afríku á síðasta ári.

Þessi 25 ára Alsíringur var í lykilhlutverki er Leicester varð Englandsmeistari í mesta Öskubuskuævintýri í sögu fótboltans.

Gabon-maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund, varð annar í kjörinu og Senegalinn Sadio Mane, leikmaður Liverpool, varð þriðji.

„Það er ekkert sjálfgefið að vinna svona stór verðlaun. Ég er mjög ánægður enda var ég að keppa við tvo frábæra leikmenn,“ sagði Mahrez.

„Það sem gerðist á síðustu leiktíð var auðvitað ótrúlegt. Við vissum að það myndi ekki gerast aftur og svona mun ekki gerast aftur fyrir lítið lið eins og Leicester.

Mahrez er fyrsti knattspyrnumaðurinn frá Alsír sem hlýtur þessa nafnbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×