Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta mæta Króatíu á föstudaginn í úrslitaleik um efsta sætið í C-riðli HM 2017.
Þýskaland vann Hvíta-Rússland fyrr í dag og nú í kvöld vann Króatía stórsigur á Síle, 37-22. Króatíska liðið er búið að vinna alla sína leiki líkt og það þýska.
Lovro Mihic var markahæstur Króata í kvöld með átta mörk en hann skoraði úr öllum átta skotum sínum. Ivan Stevanovic átti stórleik í markinu en hann varði ellefu skot og var með 48 prósent hlutfallsmarkvörslu.
Þýskaland og Króatía eru bæði með átta stig og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins á föstudaginn. Þýskaland er með miklu betri markatölu og nægir því jafntefli til að ná efsta sætinu.
Dagur fær úrslitaleik á móti Króatíu

Tengdar fréttir

Sá besti bilaðist og fékk rautt | Myndband
Mikkel Hansen missti stjórn á skapi sínu og var rekinn af velli í sigri á móti Barein.

Örlög strákanna okkar í þeirra höndum eftir sigur Spánverja
Spánn kláraði Makedóníu á endasprettinum og lagði upp úrslitaleik um þriðja sætið fyrir Ísland.

Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra
Þýskaland lenti í vandræðum gegn Hvíta-Rússlandi og Danir áttu í basli með Barein.