Erlent

Írakski herinn undirbýr sókn inn í vesturhluta Mosúl

atli ísleifsson skrifar
Írakski herinn býr sig nú undir að sækja inn í vesturhluta Mosúl eftir að hafa náð yfirráðum í nær öllum austurhluta borgarinnar. Vesturhluti Mosúl er síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í íröksku þéttbýli.

Hershöfðinginn Talib Shaghati hefur sagt að írakskar öryggissveitir ráði nú yfir öllum þeim hverfum Mosúl-borgar sem þeim var skipað að ná.

Í frétt BBC segir að einstaka liðsmenn ISIS séu þó enn í felum í nokkrum hverfum í norðausturhluta Mosúl.

Sóknin að Mosúl hófst í október, en ISIS hefur ráðið yfir borginni frá júní 2014. Írakskrar öryggissveitir, sveitir Kúrda, hópar súnní- og sjíamúslima hafa tekið þátt í aðgerðinni sem er sú stærsta í landinu í mörg ár.

Rúmlega 100 þúsund manns hafa flúið heimili sín í og í kringum Mosúl á síðustu mánuðum og er búist við enn fleirum þegar sótt verður inn í vesturhluta borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×