Aðalvarðstjóri lögreglu: Sterkur grunur að skórnir séu af Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 04:32 Enn fjölgar í leitarliði sem tekur þátt í umfangsmikli aðgerð lögreglu og björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skópar, sem talið er geta verið af Birnu Brjánsdóttur, fannst við höfnina um ellefu leytið í kvöld.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, segir að skóparið sér hugsanlega frá henni. Það er svart og af tegundinni Dr. Martens, sömu tegund og Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á sjötta tímanum á laugardagsmorgun.Kallað í allt sem hægt er að kalla í „Þar sem við höfum sterkan grun þá þorðum við ekki öðru en að kalla til allt sem við getum kallað til,“ segir Ágúst í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir, lögreglumenn og sérsveitarmenn eru á svæðinu en notast er við tvo dróna, gúmmíbáta og sporhund við leitina. Á blaðamannafundi lögreglu í dag kom fram að síðasta merki af iPhone síma Birnu fannst við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði klukkan 5:50 umræddan laugardagsmorgun. Skömmu síðar var slökkt á símanum en flest bendir til þess að hann hafi verið á ferð í bíl. Fullmikil tilviljun Nú finnast svo skór, sömuleiðis í Hafnarfirði, af sömu tegund og Birna á. Ágúst segir að þetta virki vissulega sem fullmikil tilviljun. „Jú, maður hefur ónot af þessu. Þess vegna erum við með þessa aðgerð hérna í gangi,“ segir Ágúst. Á fjórða tímanum höfðu engar frekari vísbendingar fundist. „Við höfum ekkert fundið nema skórnir eru komnir fram. Nú erum við að gera skipulag. Það eru komnir nokkrir hópar frá Landsbjörgu og erum enn að bæta í.“Viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má svo sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar frá leitaraðgerðum í nótt. Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Enn fjölgar í leitarliði sem tekur þátt í umfangsmikli aðgerð lögreglu og björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skópar, sem talið er geta verið af Birnu Brjánsdóttur, fannst við höfnina um ellefu leytið í kvöld.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, segir að skóparið sér hugsanlega frá henni. Það er svart og af tegundinni Dr. Martens, sömu tegund og Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á sjötta tímanum á laugardagsmorgun.Kallað í allt sem hægt er að kalla í „Þar sem við höfum sterkan grun þá þorðum við ekki öðru en að kalla til allt sem við getum kallað til,“ segir Ágúst í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir, lögreglumenn og sérsveitarmenn eru á svæðinu en notast er við tvo dróna, gúmmíbáta og sporhund við leitina. Á blaðamannafundi lögreglu í dag kom fram að síðasta merki af iPhone síma Birnu fannst við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði klukkan 5:50 umræddan laugardagsmorgun. Skömmu síðar var slökkt á símanum en flest bendir til þess að hann hafi verið á ferð í bíl. Fullmikil tilviljun Nú finnast svo skór, sömuleiðis í Hafnarfirði, af sömu tegund og Birna á. Ágúst segir að þetta virki vissulega sem fullmikil tilviljun. „Jú, maður hefur ónot af þessu. Þess vegna erum við með þessa aðgerð hérna í gangi,“ segir Ágúst. Á fjórða tímanum höfðu engar frekari vísbendingar fundist. „Við höfum ekkert fundið nema skórnir eru komnir fram. Nú erum við að gera skipulag. Það eru komnir nokkrir hópar frá Landsbjörgu og erum enn að bæta í.“Viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má svo sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar frá leitaraðgerðum í nótt. Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira