Fótbolti

Ætla að lögsækja FIFA út af breytingunni á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Tebas, forstei LA Liga.
Javier Tebas, forstei LA Liga. Vísir/Getty
Javier Tebas, forseti spænsku 1. deildarinnar í knattpsyrnu [La Liga], er afar óánægður með þá ákvörðun FIFA að fjölga þátttökuþjóðum í úrslitakeppni HM úr 32 í 48.

Sjá einnig: 48 liða HM samþykkt hjá FIFA

Stærstu félög Evrópu hafa áður lýst yfir miklum áhyggjum af auknu álagi á leikmenn með stærri keppnum á borð við HM og EM.

Gianni Infantino lagði hins vegar áherslu á það á blaðamannafundi sínum í dag að keppnin yrði ekki lengd (32 dagar) og að leikjaálagið yrði ekki meira (7 leikir fyrir liðin sem fara í úrslitaleikinn).

„Infantino hagar sér eins og Blatter [fyrrum forseti FIFA],“ sagði Tebas í samtali við L'Equipe í dag. „Hann hefur tekur þessar ákvarðanir sjálfur án þess að ráðfæra sig við nokkurn mann. Ég er mjög reiður.“

„Það er auðvelt að stækka keppnina án þess að borga leikmönnunum. Það eru félögin og deildirnar sem viðhalda knattspyrnunni, ekki FIFA.“


Tengdar fréttir

48 liða HM samþykkt hjá FIFA

Liðunum verður skipt í sextán þriggja liða riðla. Nýja fyrirkomulagið tekur gildi árið 2026. Tillagan var samþykkt einróma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×