Innlent

Munu fjölga myndavélum í miðbænum

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir vísir/ernir
Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík fundaði í gær með Degi B. Eggertssyni og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Tilefni fundarins var hvernig betur væri hægt að koma í veg fyrir ofbeldi í Reykjavík. Á fundinum var sammælst um að þörf væri á að stórauka fræðslu til ungmenna um ofbeldi, fjölga öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur og bæta lýsingu á svæðinu.

Þá hefur minnihlutinn á Alþingi beðið um fund og umræður í allsherjarnefnd og með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra til að heyra hvað stjórnvöld ætli að gera til að sporna gegn ofbeldi.

„Við vitum að þegar verður farið í þau verkefni sem samfélagið er að kalla eftir þá mun það kosta eitthvað og þá þarf að tryggja að viðkomandi stofnun eða embætti fái þann stuðning sem þau þurfa. Það yrði ótækt ef peningarnir yrðu búnir í janúar,“ segir Eygló Harðardóttir þingkona Framsóknarflokksins og bætir við að umfjöllun síðustu daga hafi sýnt að mál Birnu Brjánsdóttur hafi aukið á óöryggi og hræðslu í samfélaginu.

„Birnumálið hefur snert okkur öll og umfjöllun í Fréttablaðinu um helgina til dæmis sýndi svo vel hvað það hefur aukið á óöryggi og hræðslu í samfélaginu. Þess vegna viljum við fá að heyra hvað stjórnvöld ætli að gera til að vinna og sporna gegn ofbeldi.“ 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×