Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2017 20:48 Séð frá Skeiðarárbrú til Öræfajökuls. Núverandi hringvegur beygir til vinstri til Skaftafells en áformað er að nýr vegarkafli beygi til hægri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30