Fótbolti

Glódís og Andrea höfðu betur í níu marka Íslendingaslag

Glódís Perla gat leyft sér að brosa í dag.
Glódís Perla gat leyft sér að brosa í dag. vísir/getty
Glódís Perla Viggósdóttir og Andrea Thorisson höfðu betur gegn Guðbjörgu Gunnardóttir og Hallberu Gísladóttur í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var mikill markaleikur, en leiknum lauk með 6-3 sigri Rosengård sem hefur átt í erfiðleikum á tímabilinu.

Glódís Perla, Guðbjörg og Hallbera spiluðu allan leikinn fyrir sín lið, en Andrea sat allan tímann á bekknum hjá Rosengård.

Rosengård er í öðru sætinu, en Djurgården í því fimmta.

Annað Íslendingalið, Kristianstad, tapaði fyrir Eskilstuna á útivelli. Sif Atladóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstad, en Elísabet Gunnardóttir er þjálfari liðsins.

Kristianstad er í sjötta sæti deildarinnar, en Eskilstuna er í þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×