Sænskur fréttamaður sakfelldur fyrir að aðstoða flóttadreng sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 22:02 Önnevall segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar drengurinn bað um aðstoð hans. vísir/epa Sænski fréttamaðurinn Fredrik Önnevall var í dag sakfelldur fyrir að hafa smyglað fimmtán ára sýrlenskum dreng til Svíþjóðar í maí 2014. Hann var dæmdur til 75 daga samfélagsþjónustu en saksóknari hafði farið fram á þriggja mánaða fangelsisvist. Önnevall hélt ætíð fram sakleysi sínu og fór verjandi hans fram á sýknu á grundvelli þess að aðstoðin hafi verið í mannúðarskyni – ekki í hagnaðarskyni. Tveir samstarfsmenn Önnevall voru einnig dæmdir til samfélagsþjónustu. Mennirnir þrír starfa hjá sænska ríkisútvarpinu SVT og höfðu verið að taka upp heimildarmynd um viðbrögð evrópskra stjórnvalda við flóttamannavandanum í álfunni þegar þeir hittu piltinn, hinn 15 ára Abed í Grikklandi. Önnevall segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar drengurinn bað um hans aðstoð. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég veit hvað við gerðum og ég myndi gera það nákvæmlega sama í dag,” sagði Önnevall í samtali við SVT skömmu eftir að ákæra var gefin út á hendur honum. „Hvernig get ég séð eftir því að hafa hjálpað óttaslegnum dreng sem grátbað um aðstoð mína?” Ríkissaksóknari í Svíþjóð sagði að þremenningarnir hefðu brotið lög með því að aðstoða útlending við að komast frá öðru landi, Grikklandi, til Svíþjóðar, þrátt fyrir að hafa haft vitneskju um það að aðilinn væri án vegabréfs og dvalarleyfis í Svíþjóð. Önnevall segir að ekki sé um smygl að ræða, enda hafi hvorki hann né samstarfsfélagar hans þegið peninga fyrir að koma Abed til landsins. Ekki fylgir sögunni í sænskum fjölmiðlum hvar Abed er staddur í dag. Önnevall hyggst áfrýja dómnum. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Sænski fréttamaðurinn Fredrik Önnevall var í dag sakfelldur fyrir að hafa smyglað fimmtán ára sýrlenskum dreng til Svíþjóðar í maí 2014. Hann var dæmdur til 75 daga samfélagsþjónustu en saksóknari hafði farið fram á þriggja mánaða fangelsisvist. Önnevall hélt ætíð fram sakleysi sínu og fór verjandi hans fram á sýknu á grundvelli þess að aðstoðin hafi verið í mannúðarskyni – ekki í hagnaðarskyni. Tveir samstarfsmenn Önnevall voru einnig dæmdir til samfélagsþjónustu. Mennirnir þrír starfa hjá sænska ríkisútvarpinu SVT og höfðu verið að taka upp heimildarmynd um viðbrögð evrópskra stjórnvalda við flóttamannavandanum í álfunni þegar þeir hittu piltinn, hinn 15 ára Abed í Grikklandi. Önnevall segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar drengurinn bað um hans aðstoð. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég veit hvað við gerðum og ég myndi gera það nákvæmlega sama í dag,” sagði Önnevall í samtali við SVT skömmu eftir að ákæra var gefin út á hendur honum. „Hvernig get ég séð eftir því að hafa hjálpað óttaslegnum dreng sem grátbað um aðstoð mína?” Ríkissaksóknari í Svíþjóð sagði að þremenningarnir hefðu brotið lög með því að aðstoða útlending við að komast frá öðru landi, Grikklandi, til Svíþjóðar, þrátt fyrir að hafa haft vitneskju um það að aðilinn væri án vegabréfs og dvalarleyfis í Svíþjóð. Önnevall segir að ekki sé um smygl að ræða, enda hafi hvorki hann né samstarfsfélagar hans þegið peninga fyrir að koma Abed til landsins. Ekki fylgir sögunni í sænskum fjölmiðlum hvar Abed er staddur í dag. Önnevall hyggst áfrýja dómnum.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira