Helgi Jóhannsson látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2017 12:45 Helgi Jóhannsson var framkvæmdastjóri Samvinnuferða á árunum 1984 til 2000. Mynd/Stöð 2. Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, er látinn, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í nóvember síðastliðinn þegar þess var minnst að aldarfjórðungur var frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði þá í ávarpi að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Úr hófi Bridgesambands Íslands í nóvember þegar Helgi var sæmdur gullmerki sambandsins.Stöð 2/Einar Árnason. Í viðtali á Stöð 2 af því tilefni komu Helgi og eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, fram og lýstu því hvernig MND-sjúkdómurinn olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar en Helgi var bundinn hjólastól og öndunarvél síðustu æviár sín. Fylgst var með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáði sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Meðan á myndatöku stóð nýtti Helgi skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Helgi lést á heimili sínu á mánudagskvöld. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og sex barnabörn. Hér í spilaranum að neðan má sjá þáttinn með Helga í hópi spilafélaganna en þar var nánar fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn. Bridge Andlát Tengdar fréttir Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, er látinn, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í nóvember síðastliðinn þegar þess var minnst að aldarfjórðungur var frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði þá í ávarpi að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Úr hófi Bridgesambands Íslands í nóvember þegar Helgi var sæmdur gullmerki sambandsins.Stöð 2/Einar Árnason. Í viðtali á Stöð 2 af því tilefni komu Helgi og eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, fram og lýstu því hvernig MND-sjúkdómurinn olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar en Helgi var bundinn hjólastól og öndunarvél síðustu æviár sín. Fylgst var með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáði sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Meðan á myndatöku stóð nýtti Helgi skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Helgi lést á heimili sínu á mánudagskvöld. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og sex barnabörn. Hér í spilaranum að neðan má sjá þáttinn með Helga í hópi spilafélaganna en þar var nánar fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn.
Bridge Andlát Tengdar fréttir Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00