Seldi kvóta úr Grímsey og fimmtán störf fjúka Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2017 06:30 Sjávarútvegur í Grímsey heldur byggðinni uppi í eynni. vísir/pjetur Einn burðarása í útgerð í Grímsey, fyrirtækið Borgarhöfði, hefur verið selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og allur kvóti fyrirtækisins með. Fimmtán stöðugildi hverfa með fyrirtækinu í byggð sem telur innan við 90 íbúa. Austurglugginn greindi frá í gær. Þrjú útgerðarfélög í eynni skulduðu Íslandsbanka rúmar þrjú þúsund milljónir í upphafi ársins 2015 og þurftu félögin að ganga til samninga við bankann til að greiða af skuldum sínum. Það hefur ekki gengið eftir í tilviki Borgarhöfða.Edda Hermannsdóttir.vísir/gvaEigendur Borgarhöfða vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu. „Reynt var til þrautar að ná samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um niðurfellingar á gengistryggðum lánum en þegar ljóst var að ekki næðust ásættanlegir samningar voru rekstrarforsendur brostnar og við þau skilyrði gat rekstur ekki haldið áfram í óbreyttri mynd,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir standa tvö fyrirtæki, Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. sem standa ekki vel þrátt fyrir skipulagningu skulda fyrirtækisins. Þau fyrirtæki eru minni en Borgarhöfði var, með um átta stöðugildi hvort um sig. KPMG segir í ársreikningi Sigurbjarnar ehf. fyrir árið 2015 að eigið fé þess fyrirtækis sé neikvætt um nærri 700 milljónir króna og við þær aðstæður leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi þess. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir bankann horfa til stöðu byggðalaga við ákvarðanir um stoðir veikra byggða. Bankinn hafi aðstoðað fyrirtæki í Grímsey og þannig stutt við byggðina. Íslandsbanki leitist við að skoða samfélagsleg sjónarmið þegar fyrirtæki í strjálum byggðum lenda í rekstrarerfiðleikum. „Íslandsbanki gerði samkomulag við fyrirtæki í Grímsey um fjárhagslega endurskipulagningu með tilliti til þessa. Bankinn hefur því leitast við að aðstoða fyrirtæki eftir bestu getu þó niðurstaðan hafi ekki alltaf orðið sú sem vonast var til,“ segir Edda Hermannsdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Einn burðarása í útgerð í Grímsey, fyrirtækið Borgarhöfði, hefur verið selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og allur kvóti fyrirtækisins með. Fimmtán stöðugildi hverfa með fyrirtækinu í byggð sem telur innan við 90 íbúa. Austurglugginn greindi frá í gær. Þrjú útgerðarfélög í eynni skulduðu Íslandsbanka rúmar þrjú þúsund milljónir í upphafi ársins 2015 og þurftu félögin að ganga til samninga við bankann til að greiða af skuldum sínum. Það hefur ekki gengið eftir í tilviki Borgarhöfða.Edda Hermannsdóttir.vísir/gvaEigendur Borgarhöfða vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu. „Reynt var til þrautar að ná samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um niðurfellingar á gengistryggðum lánum en þegar ljóst var að ekki næðust ásættanlegir samningar voru rekstrarforsendur brostnar og við þau skilyrði gat rekstur ekki haldið áfram í óbreyttri mynd,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir standa tvö fyrirtæki, Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. sem standa ekki vel þrátt fyrir skipulagningu skulda fyrirtækisins. Þau fyrirtæki eru minni en Borgarhöfði var, með um átta stöðugildi hvort um sig. KPMG segir í ársreikningi Sigurbjarnar ehf. fyrir árið 2015 að eigið fé þess fyrirtækis sé neikvætt um nærri 700 milljónir króna og við þær aðstæður leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi þess. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir bankann horfa til stöðu byggðalaga við ákvarðanir um stoðir veikra byggða. Bankinn hafi aðstoðað fyrirtæki í Grímsey og þannig stutt við byggðina. Íslandsbanki leitist við að skoða samfélagsleg sjónarmið þegar fyrirtæki í strjálum byggðum lenda í rekstrarerfiðleikum. „Íslandsbanki gerði samkomulag við fyrirtæki í Grímsey um fjárhagslega endurskipulagningu með tilliti til þessa. Bankinn hefur því leitast við að aðstoða fyrirtæki eftir bestu getu þó niðurstaðan hafi ekki alltaf orðið sú sem vonast var til,“ segir Edda Hermannsdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira