Innlent

Fá fótsnyrtingu á þremur mínútum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Um sex þúsund kýr á Suðurlandi fá snyrtingu á klauf sínum á hverju ári í þeim tilgangi að viðhalda heilbrigði í fótum og klaufum. Þær fara inn í klaufskurðabás þar sem þeim er lyft upp og klaufir snyrtar með slípirokkum.

Á Suðurlandi er klaufskurðabás sem farið er á milli bæja til að snyrta klaufir á kúnum. Það tekur ekki nema þrjár mínútur að snyrta hverja kú.

Kýrnar á bænum Kolsholti í Flóahreppi fengu nýlega klaufsnyrtingu en rannsóknir á áhrifum klaufskurðar á afurðir og velferð kúa í nágrannalöndum okkar sýna ótvíræðan árangur klaufskurðar. Kynbótastöð Suðurlands á klaufskurðabásinn en farið er með hann á milli bæja




Fleiri fréttir

Sjá meira


×